Fyrrum forstjóri Porsche í vanda 23. janúar 2013 09:15 Fyrrum forstjóri Porsche og fjármálastjórinn Ætlaði að kaupa Volkswagen en Volkswagen keypti Porsche. Wendelin Wiedeking fyrrverandi forstjóri Porsche hefur verið ákærður vegna gerða sinna við hina misheppnuðu yfirtöku Porsche á Volkswagen. Hann ákvað árið 2008 að auka hlut Porsche í Volkswagen í 75% og meiningin var að eignast fyrirtækið að fullu í kjölfarið. Wiedeking hafði hinsvegar neitað því fimm sinnum að áform Porsche væri að eignast Volkswagen og fyrir vikið féllu hlutabréf umtalsvert í Volkswagen. Það varð til þess að fjárfestar seldu hin fallandi bréf í Volkswagen og á meðan kepptist hann við að kaupa þau öll upp. Þessháttar hegðun og lygi er ekki vel séð í Þýskalandi og þeir sem töpuðu miklu á leikfléttunni kærðu hann fyrir verknaðinn. Volkswagen, eins og mörgum er kunnugt, keypti síðan Porsche, og kláraði yfirtökuna með kaupum á síðustu bréfunum í sportbílaframleiðandanum í fyrra. Réttarhöldin í Wiederking gætu tekið marga mánuði. Einnig er réttað yfir fjármálastjóra Porsche frá tíð Wiederking. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent
Ætlaði að kaupa Volkswagen en Volkswagen keypti Porsche. Wendelin Wiedeking fyrrverandi forstjóri Porsche hefur verið ákærður vegna gerða sinna við hina misheppnuðu yfirtöku Porsche á Volkswagen. Hann ákvað árið 2008 að auka hlut Porsche í Volkswagen í 75% og meiningin var að eignast fyrirtækið að fullu í kjölfarið. Wiedeking hafði hinsvegar neitað því fimm sinnum að áform Porsche væri að eignast Volkswagen og fyrir vikið féllu hlutabréf umtalsvert í Volkswagen. Það varð til þess að fjárfestar seldu hin fallandi bréf í Volkswagen og á meðan kepptist hann við að kaupa þau öll upp. Þessháttar hegðun og lygi er ekki vel séð í Þýskalandi og þeir sem töpuðu miklu á leikfléttunni kærðu hann fyrir verknaðinn. Volkswagen, eins og mörgum er kunnugt, keypti síðan Porsche, og kláraði yfirtökuna með kaupum á síðustu bréfunum í sportbílaframleiðandanum í fyrra. Réttarhöldin í Wiederking gætu tekið marga mánuði. Einnig er réttað yfir fjármálastjóra Porsche frá tíð Wiederking.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent