SVFR eitt með tilboð í Norðurá Kristján Hjálmarsson skrifar 20. janúar 2013 18:33 Úr Norðurá. Aðeins tvö gild tilboð bárust í Norðurá í dag. Mynd/Trausti Aðeins tvö gild tilboð, bæði frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, bárust í Norðurá en opnað var fyrir tilboðin seinnipartinn í dag. Á vef Vatna og veiði segir að hæsta tilboðið hafi verið frá SVFR ehf, sölufyrirtæki Stangaveiðifélagsins, en það var upp á rúmar 83 milljónir króna. Stangaveiðifélag Reykjavíkur var með tilboð upp á 76.500.000. Þriðja tilboðið, sem Gestur Jónsson lögmaður ritaði undir fyrir umbjóðanda sinn, var óljóst frávikstilboð þar sem engar tölur komu fram "og fjallaði að mestu um að bæta ímynd árinnar, reisa ný og fleiri veiðihús, hámarka arðsemi landeiegnda og byggja upp lífríki og laxastofns árinnar" eins og segir á vef Vatna og veiði. Stutt er síðan slitnaði upp úr viðræðum SVFR og Veiðifélags Norðurá, eins og fram kom á Veiðivísi. SVFR hafði haft ána á leigu í ein 66 ár þegar slitnaði upp úr viðræðum félaganna. Veiðivísir sagði frá því í lok desember að erlendir aðilar hefðu sýnt Norðurá áhuga og þá var haft eftir Birnu Konráðsdóttur, formanni Veiðifélags Norðurár, að fjögur tilboð hefðu þegar borist í ána. Það er misskilningur því ekki höfðu borist fjögur tilboð heldur höfðu fjórir aðilar fengið útboðsgögnin. Veiðifélag Norðurá mun nú fara yfir tilboðin. Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Aðeins tvö gild tilboð, bæði frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, bárust í Norðurá en opnað var fyrir tilboðin seinnipartinn í dag. Á vef Vatna og veiði segir að hæsta tilboðið hafi verið frá SVFR ehf, sölufyrirtæki Stangaveiðifélagsins, en það var upp á rúmar 83 milljónir króna. Stangaveiðifélag Reykjavíkur var með tilboð upp á 76.500.000. Þriðja tilboðið, sem Gestur Jónsson lögmaður ritaði undir fyrir umbjóðanda sinn, var óljóst frávikstilboð þar sem engar tölur komu fram "og fjallaði að mestu um að bæta ímynd árinnar, reisa ný og fleiri veiðihús, hámarka arðsemi landeiegnda og byggja upp lífríki og laxastofns árinnar" eins og segir á vef Vatna og veiði. Stutt er síðan slitnaði upp úr viðræðum SVFR og Veiðifélags Norðurá, eins og fram kom á Veiðivísi. SVFR hafði haft ána á leigu í ein 66 ár þegar slitnaði upp úr viðræðum félaganna. Veiðivísir sagði frá því í lok desember að erlendir aðilar hefðu sýnt Norðurá áhuga og þá var haft eftir Birnu Konráðsdóttur, formanni Veiðifélags Norðurár, að fjögur tilboð hefðu þegar borist í ána. Það er misskilningur því ekki höfðu borist fjögur tilboð heldur höfðu fjórir aðilar fengið útboðsgögnin. Veiðifélag Norðurá mun nú fara yfir tilboðin.
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði