Hverjir keppa um titilinn Bíll ársins? 5. febrúar 2013 10:15 Þýskir bílar hafa verið mjög sigursælir í kjörinu. Á bílasýningunni í New York í lok mars verður lýst kjöri á Bíl ársins 2013. Það eru 66 þekktir bílablaðamenn um allan heim sem kjósa þann bíl, en nú er komið í ljós hvaða 10 bílar það eru sem koma til greina í kjörinu. Það eru Audi A3, Range Rover, Mazda6, Mazda CX-5, Mercedes-Benz A-Class, Peugeot 208, Porsche Boxster/Cayman, Subaru BRZ/Toyota GT86, Volkswagen Golf og Volvo V40. Það vekur sérstaka athygli að enginn bandarískur bíll er þarna á meðal þó verðlaunin verði afhent í New York. Mörgum bílablaðamönnum kemur það reyndar ekki mikið á óvart. Þýskir og japanskir bílar eru áberandi á listanum, 4 þeirra eru frá Þýskalandi og 3 frá Japan. Eldri sigurvegarar Fyrri sigurvegarar í þessu kjöri hafa verið Volkswagen up! árið 2012, Nissan LEAF árið 2011, Volkswagen Polo 2010, Volkswagen Golf 2009, Mazda2 2008, Lexus LS 460 2007, BMW 3-línan 2006 og Audi A6 fyrir árið 2005. Aftur eru þýskir bílar mjög áberandi, eiga 5 af þeim 8 bílum sem hlotið hafa þennan titil hingað til. Ætli það verði 6 af 9 eftir kjörið í mars? Greint verður frá hvaða bílar hafa náð þremur efstu sætunum í kjörinu á bílasýningunni í Genf þann 5. mars en krýning á Bíl ársins bíður New York bílasýningarinnar þann 27. mars. Sportbíll ársins Það er ekki minni spenna fyrir kjöri á sportbíl ársins við sama tækifæri. Þar keppa um hituna bílarnir Aston Martin Vanquish, Audi RS5, BMW M6, BMW M 135i, Ferrari F12 Berlinetta, Mercedes-Benz SL63 AMG og Mercedes Benz SLS AMG, Porsche Boxster/Cayman, Renault Clio Sport og Subaru BRZ/Toyota GT86. Í þessum flokki bíla eiga 6 þýskir bílar fulltrúa af þeim 10 sem til greina koma. Fyrri sigurvegarar í þessum flokki hafa verið Porsche 911 fyrir árið 2012, Ferrari 458 Italia fyrir 2011, Audi R8 V10 2010, Nissan GT-R 2009, Audi R8 2008, Audi RS4 2007 og Porsche Cayman S fyrir árið 2006, en þá fyrst fór kjör fram í þessum flokki.Myndskeiðið hér að ofan sýnir hvaða 10 bílar komust í úrslit í fyrra. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent
Þýskir bílar hafa verið mjög sigursælir í kjörinu. Á bílasýningunni í New York í lok mars verður lýst kjöri á Bíl ársins 2013. Það eru 66 þekktir bílablaðamenn um allan heim sem kjósa þann bíl, en nú er komið í ljós hvaða 10 bílar það eru sem koma til greina í kjörinu. Það eru Audi A3, Range Rover, Mazda6, Mazda CX-5, Mercedes-Benz A-Class, Peugeot 208, Porsche Boxster/Cayman, Subaru BRZ/Toyota GT86, Volkswagen Golf og Volvo V40. Það vekur sérstaka athygli að enginn bandarískur bíll er þarna á meðal þó verðlaunin verði afhent í New York. Mörgum bílablaðamönnum kemur það reyndar ekki mikið á óvart. Þýskir og japanskir bílar eru áberandi á listanum, 4 þeirra eru frá Þýskalandi og 3 frá Japan. Eldri sigurvegarar Fyrri sigurvegarar í þessu kjöri hafa verið Volkswagen up! árið 2012, Nissan LEAF árið 2011, Volkswagen Polo 2010, Volkswagen Golf 2009, Mazda2 2008, Lexus LS 460 2007, BMW 3-línan 2006 og Audi A6 fyrir árið 2005. Aftur eru þýskir bílar mjög áberandi, eiga 5 af þeim 8 bílum sem hlotið hafa þennan titil hingað til. Ætli það verði 6 af 9 eftir kjörið í mars? Greint verður frá hvaða bílar hafa náð þremur efstu sætunum í kjörinu á bílasýningunni í Genf þann 5. mars en krýning á Bíl ársins bíður New York bílasýningarinnar þann 27. mars. Sportbíll ársins Það er ekki minni spenna fyrir kjöri á sportbíl ársins við sama tækifæri. Þar keppa um hituna bílarnir Aston Martin Vanquish, Audi RS5, BMW M6, BMW M 135i, Ferrari F12 Berlinetta, Mercedes-Benz SL63 AMG og Mercedes Benz SLS AMG, Porsche Boxster/Cayman, Renault Clio Sport og Subaru BRZ/Toyota GT86. Í þessum flokki bíla eiga 6 þýskir bílar fulltrúa af þeim 10 sem til greina koma. Fyrri sigurvegarar í þessum flokki hafa verið Porsche 911 fyrir árið 2012, Ferrari 458 Italia fyrir 2011, Audi R8 V10 2010, Nissan GT-R 2009, Audi R8 2008, Audi RS4 2007 og Porsche Cayman S fyrir árið 2006, en þá fyrst fór kjör fram í þessum flokki.Myndskeiðið hér að ofan sýnir hvaða 10 bílar komust í úrslit í fyrra.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent