Bjargar Geely London Taxi? 4. febrúar 2013 11:44 Verður gamla góða London leigubílnum bjargað af Kínverjum? Sami eigandi og á Volvo. Breska fyrirtækið sem framleiðir leigubíla Lundúnaborgar, Manganese Broze Holdings, var komið að fótum fram og allt stefndi í gjaldþrot þess. Svo virðist þó að dagar þess séu ekki alveg taldir því kínverska bílafyrirtækið Geely hefur keypt öll hlutabréf þess á 11 milljónir punda, eða ríflega 2,2 milljarða króna. Geely er líklega þekktast fyrir það að eiga sænska bílaframleiðandann Volvo, en nú hefur semsagt eitt bílafyrirtæki bæst í hópinn. Núverandi London Taxi hefur verið í framleiðslu frá árinu 1958, en nýjasta gerð bílsins er frá 2007. Þessir kubbslaga og gamaldags leigubílar hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna eyðslu bílanna og að þeir séu ekki nógu notadrjúgir. Margir hafa viljað skipta honum út fyrir Nissan NV2000 bílinn, sem verður einmitt næsti leigubíll New York borgar. Það yrði sannarlega sjónarsviptir af þeim sérstöku leigubílum sem einkenna Lundúnaborg nú. Geely hefur lítinn áhuga á því að skipta honum út og ætlar að kynna nýja útgáfu London Taxi, sem kominn er strax á teikniborðið. Kannski verður hann með 5 strokka eyðslugrannri Volvo vél, en með sama gamla nostalgíuútlitinu?Þessi Nissan NV2000 verður næsti leigubíll New York og kemur einnig til greina í London Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Sami eigandi og á Volvo. Breska fyrirtækið sem framleiðir leigubíla Lundúnaborgar, Manganese Broze Holdings, var komið að fótum fram og allt stefndi í gjaldþrot þess. Svo virðist þó að dagar þess séu ekki alveg taldir því kínverska bílafyrirtækið Geely hefur keypt öll hlutabréf þess á 11 milljónir punda, eða ríflega 2,2 milljarða króna. Geely er líklega þekktast fyrir það að eiga sænska bílaframleiðandann Volvo, en nú hefur semsagt eitt bílafyrirtæki bæst í hópinn. Núverandi London Taxi hefur verið í framleiðslu frá árinu 1958, en nýjasta gerð bílsins er frá 2007. Þessir kubbslaga og gamaldags leigubílar hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna eyðslu bílanna og að þeir séu ekki nógu notadrjúgir. Margir hafa viljað skipta honum út fyrir Nissan NV2000 bílinn, sem verður einmitt næsti leigubíll New York borgar. Það yrði sannarlega sjónarsviptir af þeim sérstöku leigubílum sem einkenna Lundúnaborg nú. Geely hefur lítinn áhuga á því að skipta honum út og ætlar að kynna nýja útgáfu London Taxi, sem kominn er strax á teikniborðið. Kannski verður hann með 5 strokka eyðslugrannri Volvo vél, en með sama gamla nostalgíuútlitinu?Þessi Nissan NV2000 verður næsti leigubíll New York og kemur einnig til greina í London
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent