Hölkná og Ólafsfjarðará kynntar í Amaróhúsinu 3. febrúar 2013 23:51 Töluverð sjóbleikjuveiði er í Ólafsfjarðará. Mynd / Trausti Hafliðason Ólafsfjarðará og Hölkná í Þistilfirði verða kynntar á opnu húsi á Akureyri annað kvöld. Ragnar Hólm Ragnarsson mun fræða menn um Ólafsfjarðará, sem er fín bleikjuá. Ólafsfjarðará er dragá sem á upptök austast á Lágheiðinni og rennur til Ólafsfjarðarvatns í Ólafsfirði. Hún er 61 kílómetra löng og meðalvatnsmikil. Henni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði. Auk kynningar um Ólafsfjarðará mun fulltrúi Stangaveiðifélagsins Flugunnar á Akureyri lýsa leyndardómum Hölknár í Þistilfirði, sem er laxveiðiá. Hölkná er 49 kílómetra löng dragá sem fellur í Þistilfjörð hjá Ytra Álandi. Á árunum 1974 til 2008 veiddist að meðaltali 91 lax í ánni á ári. Eins og áður eru það Stangaveiðifélag Akureyrar, Stangaveiðifélagið Flugan á Akureyri og Stangaveiðifélagið Flúðir sem standa saman að opna húsinu. Það er haldið í Amaróhúsinu við göngugötuna á Akureyri og hefst klukkan 20, annað kvöld - mánudag. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði
Ólafsfjarðará og Hölkná í Þistilfirði verða kynntar á opnu húsi á Akureyri annað kvöld. Ragnar Hólm Ragnarsson mun fræða menn um Ólafsfjarðará, sem er fín bleikjuá. Ólafsfjarðará er dragá sem á upptök austast á Lágheiðinni og rennur til Ólafsfjarðarvatns í Ólafsfirði. Hún er 61 kílómetra löng og meðalvatnsmikil. Henni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði. Auk kynningar um Ólafsfjarðará mun fulltrúi Stangaveiðifélagsins Flugunnar á Akureyri lýsa leyndardómum Hölknár í Þistilfirði, sem er laxveiðiá. Hölkná er 49 kílómetra löng dragá sem fellur í Þistilfjörð hjá Ytra Álandi. Á árunum 1974 til 2008 veiddist að meðaltali 91 lax í ánni á ári. Eins og áður eru það Stangaveiðifélag Akureyrar, Stangaveiðifélagið Flugan á Akureyri og Stangaveiðifélagið Flúðir sem standa saman að opna húsinu. Það er haldið í Amaróhúsinu við göngugötuna á Akureyri og hefst klukkan 20, annað kvöld - mánudag. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði