Fjölmennt á stærstu myndlistarsýningu Íslands Ellý Ármanns skrifar 3. febrúar 2013 11:45 Myndir/Kristinn Svanur Jónsson. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær á Kjarvalsstöðum á stærstu myndlistarsýningu sem haldin hefur verið hér á landi. Sýningin, sem ber heitið Flæði, var sett upp í tilefni af 40 ára afmælisári Kjarvalsstaða en markmiðið er að draga allan almennan safnkost safnsins fram úr geymslunum og sýna hann.Sýningin sem hengd er upp í anda salon-sýninga, þar sem listaverkin þekja sýningarveggina frá gólfi til lofts, tekur stöðugum breytingum þá tæpu fjóra mánuði sem hún stendur yfir, jafnvel meðan gestir eru viðstaddir. Það má því búast við að allt að þúsund verk verði dregin fram í dagsljósið á þessari óvenjulegu og síbreytilegu sýningu.Samhliða sýningunni verður safneignin ljósmynduð, skráning hennar yfirfarin og aðbúnaður og ástand á verkunum metið. Áhorfendur geta því fylgst með starfinu og virt fyrir sér þau fjölbreyttu verk sem eru í eigu Listasafns Reykjavíkur.Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, opnaði sýninguna en hann opnaði Kjarvalsstaði þann 24. mars 1973.Sjá upplýsingar um sýninguna hér - Listasafnreykjavikur.is. Menning Skroll-Lífið Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær á Kjarvalsstöðum á stærstu myndlistarsýningu sem haldin hefur verið hér á landi. Sýningin, sem ber heitið Flæði, var sett upp í tilefni af 40 ára afmælisári Kjarvalsstaða en markmiðið er að draga allan almennan safnkost safnsins fram úr geymslunum og sýna hann.Sýningin sem hengd er upp í anda salon-sýninga, þar sem listaverkin þekja sýningarveggina frá gólfi til lofts, tekur stöðugum breytingum þá tæpu fjóra mánuði sem hún stendur yfir, jafnvel meðan gestir eru viðstaddir. Það má því búast við að allt að þúsund verk verði dregin fram í dagsljósið á þessari óvenjulegu og síbreytilegu sýningu.Samhliða sýningunni verður safneignin ljósmynduð, skráning hennar yfirfarin og aðbúnaður og ástand á verkunum metið. Áhorfendur geta því fylgst með starfinu og virt fyrir sér þau fjölbreyttu verk sem eru í eigu Listasafns Reykjavíkur.Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, opnaði sýninguna en hann opnaði Kjarvalsstaði þann 24. mars 1973.Sjá upplýsingar um sýninguna hér - Listasafnreykjavikur.is.
Menning Skroll-Lífið Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira