Nýr forstjóri Opel 1. febrúar 2013 11:45 Nýr forstjóri Opel, Karl-Thomas Neumann Hefur það hlutverk að snúa við miklum taprekstri. General Motors, eigandi Opel, hefur ráðið Karl-Thomas Neumann sem forstjóra fyrirtækisins og tekur hann til starfa 1. mars. Karl-Thomas Neumann, sem er 51 árs gamall er einn af toppstjórnendum Volkswagen og hefur leitt mikinn vöxt þeirra í Kína. Við miklar hrókeringar hjá Volkswagen í stjórnendateymi þess seint á síðasta ári var litið framhjá Karl-Thomas Neumann og á það vafalaust hlut að máli við brotthvarf hans nú til Opel. Engu að síður var hann oft nefndur sem líklegur eftirmaður núverandi forstjóra Volkswagen, Martin Winterkorn, en það verður ekki í bráð. Allt frá því General Motors rak Karl-Friedrich Stracke úr forstjórastól Opel í júlí hefur leitin að nýjum forstjóra staðið yfir. Hlutverk nýja forstjórans verður að ná rekstri Opel á núllið árið 2015, en mikið tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Það verkefni mun innihalda lokanir á einhverjum af verksmiðjum Opel og erfiða samninga við verkalýðsfélög starfsfólks í þeim. Opel seldi 16% færri bíla í fyrra en árið 2011, eða alls 834.790 bíla. Það er verulega undir minnkuninni í Evrópu allri, sem nam 7,8%. Spáð er enn minni bílasölu í Evrópu í ár og sjötta árinu í röð sem bílasala minnkar í Evrópu. Þrátt fyrir það ætlar Opel að kynna 23 breytta eða nýja bíla til og með árinu 2016. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent
Hefur það hlutverk að snúa við miklum taprekstri. General Motors, eigandi Opel, hefur ráðið Karl-Thomas Neumann sem forstjóra fyrirtækisins og tekur hann til starfa 1. mars. Karl-Thomas Neumann, sem er 51 árs gamall er einn af toppstjórnendum Volkswagen og hefur leitt mikinn vöxt þeirra í Kína. Við miklar hrókeringar hjá Volkswagen í stjórnendateymi þess seint á síðasta ári var litið framhjá Karl-Thomas Neumann og á það vafalaust hlut að máli við brotthvarf hans nú til Opel. Engu að síður var hann oft nefndur sem líklegur eftirmaður núverandi forstjóra Volkswagen, Martin Winterkorn, en það verður ekki í bráð. Allt frá því General Motors rak Karl-Friedrich Stracke úr forstjórastól Opel í júlí hefur leitin að nýjum forstjóra staðið yfir. Hlutverk nýja forstjórans verður að ná rekstri Opel á núllið árið 2015, en mikið tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Það verkefni mun innihalda lokanir á einhverjum af verksmiðjum Opel og erfiða samninga við verkalýðsfélög starfsfólks í þeim. Opel seldi 16% færri bíla í fyrra en árið 2011, eða alls 834.790 bíla. Það er verulega undir minnkuninni í Evrópu allri, sem nam 7,8%. Spáð er enn minni bílasölu í Evrópu í ár og sjötta árinu í röð sem bílasala minnkar í Evrópu. Þrátt fyrir það ætlar Opel að kynna 23 breytta eða nýja bíla til og með árinu 2016.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent