Kaupa Kínverjar Fisker? Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2013 11:15 Fisker Karma vegur 2,4 tonn en eyðir aðeins 4,5 lítrum á hundraðið. Kínverska bílafyrirtækið Dongfeng hefur gert Fisker Automotive tilboð í 85% eignarhlut í Kaliforníska tvinnbílaframleiðandanum. Hljómar það uppá 350 milljón dollar, eða 45 milljarða króna. Fleiri hafa reyndar boðið í fyrirtækið en talið er að tilboð Dongfeng sé það besta. Fisker framleiðir sportbíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, en Fisker hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðastliðna 7 mánuði þar sem birgi Fisker á rafgeymum, A123 Systems, fór á kúpuna og leitar Fisker nú hófana hjá öðrum framleiðendum rafgeyma. Bílar Fisker, sem bera nú nafnið Fisker Karma eru engin smásmíði, þeir vega 2,4 tonn en eyða samt aðeins 4,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, en kosta 100.000 dollara stykkið eða um 13 milljónir króna. Um 2.000 Fisker Karma bílar hafa verið afhentir eigendum sínum til þessa. Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent
Fisker Karma vegur 2,4 tonn en eyðir aðeins 4,5 lítrum á hundraðið. Kínverska bílafyrirtækið Dongfeng hefur gert Fisker Automotive tilboð í 85% eignarhlut í Kaliforníska tvinnbílaframleiðandanum. Hljómar það uppá 350 milljón dollar, eða 45 milljarða króna. Fleiri hafa reyndar boðið í fyrirtækið en talið er að tilboð Dongfeng sé það besta. Fisker framleiðir sportbíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, en Fisker hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðastliðna 7 mánuði þar sem birgi Fisker á rafgeymum, A123 Systems, fór á kúpuna og leitar Fisker nú hófana hjá öðrum framleiðendum rafgeyma. Bílar Fisker, sem bera nú nafnið Fisker Karma eru engin smásmíði, þeir vega 2,4 tonn en eyða samt aðeins 4,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, en kosta 100.000 dollara stykkið eða um 13 milljónir króna. Um 2.000 Fisker Karma bílar hafa verið afhentir eigendum sínum til þessa.
Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent