Veiðileyfin umsetin hjá SVFS 18. febrúar 2013 10:28 Veitt í Baugstaðaósi mynd/svfs Fátt er eins mikið í umræðunni meðal veiðimanna en hvernig veiðileyfamarkaðurinn er að þróast, og margir halda að sér höndum við kaup á leyfum fyrir sumarið. Fréttir eru þó misvísandi og vel virðist seljast á á eitt veiðisvæði á meðan sala á önnur er dræm. Það er því nokkuð fréttnæmt að óvenju mikil eftirspurn var hjá Stangveiðifélagi Selfoss þetta árið eins og kemur fram á vef félagsins. Þar segir frá því að aldrei hafa fleiri umsóknir borist frá félagsmönnum, og átti það við um öll vatnasvæði SVFS. Það seldust til dæmis öll veiðileyfi í Ölfusá frá 24. júní til 4. september og „einnig var alger sprengja í umsóknum um veiðileyfi í Baugstaðaós þar sem draga varð um alla daga frá 25. júní til 25. ágúst," eins og segir í frétt SVFS. Eins og venja er eftir úthlutun til félagsmanna SVFS fara öll óseld veiðileyfi á veiðisöluvefinn leyfi.is og þar hægt að nálgast veiðileyfi frá SVFS í Baugstaðaósi, Vola,Tungu-Bár, Ölfusá og Hlíðarvatni. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Fátt er eins mikið í umræðunni meðal veiðimanna en hvernig veiðileyfamarkaðurinn er að þróast, og margir halda að sér höndum við kaup á leyfum fyrir sumarið. Fréttir eru þó misvísandi og vel virðist seljast á á eitt veiðisvæði á meðan sala á önnur er dræm. Það er því nokkuð fréttnæmt að óvenju mikil eftirspurn var hjá Stangveiðifélagi Selfoss þetta árið eins og kemur fram á vef félagsins. Þar segir frá því að aldrei hafa fleiri umsóknir borist frá félagsmönnum, og átti það við um öll vatnasvæði SVFS. Það seldust til dæmis öll veiðileyfi í Ölfusá frá 24. júní til 4. september og „einnig var alger sprengja í umsóknum um veiðileyfi í Baugstaðaós þar sem draga varð um alla daga frá 25. júní til 25. ágúst," eins og segir í frétt SVFS. Eins og venja er eftir úthlutun til félagsmanna SVFS fara öll óseld veiðileyfi á veiðisöluvefinn leyfi.is og þar hægt að nálgast veiðileyfi frá SVFS í Baugstaðaósi, Vola,Tungu-Bár, Ölfusá og Hlíðarvatni. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði