Næsti Golf R með 268 hestöfl 13. febrúar 2013 13:15 Nýr Golf R. En kemur RS útgáfa í kjölfarið með 370 hestafla vél? Verður öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið - mun léttast um 100 kíló. Ekki er langt síðan sjöunda kynslóð Volkswagen Golf kom á markað og með nýrri kynslóð bílsins er ávallt stutt í GTI útfærslu hans og enn öflugri R útfærslu bílsins, sem margir bíða með eftirvæntingu eftir. Nýr Golf R verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september og verður til sölu í byrjun næsta árs. Engu að síður er farið að spyrjast út hvernig hann verður vopnaður. Hann verður áfram með tveggja lítra túrbínuvél sem skilar nú 268 hestöflum og græðir 12 hestöfl frá núverandi gerð. Bíllinn verður því öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið. Hann á að komast í hundraðið á 5 sekúndum sléttum. Hann fær að auki Haldex 5 fjórhjóladrif, 6 gíra DSG sjálfskiptingu, 4 pústurrör, en mun samt léttast um 100 kíló. Heyrst hefur af hugmyndum Volkswagen um RS gerð Golf sem fengi sömu 5 strokka vélina og er í Audi RS3, en hún er 370 hestöfl. Já takk! Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent
Verður öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið - mun léttast um 100 kíló. Ekki er langt síðan sjöunda kynslóð Volkswagen Golf kom á markað og með nýrri kynslóð bílsins er ávallt stutt í GTI útfærslu hans og enn öflugri R útfærslu bílsins, sem margir bíða með eftirvæntingu eftir. Nýr Golf R verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september og verður til sölu í byrjun næsta árs. Engu að síður er farið að spyrjast út hvernig hann verður vopnaður. Hann verður áfram með tveggja lítra túrbínuvél sem skilar nú 268 hestöflum og græðir 12 hestöfl frá núverandi gerð. Bíllinn verður því öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið. Hann á að komast í hundraðið á 5 sekúndum sléttum. Hann fær að auki Haldex 5 fjórhjóladrif, 6 gíra DSG sjálfskiptingu, 4 pústurrör, en mun samt léttast um 100 kíló. Heyrst hefur af hugmyndum Volkswagen um RS gerð Golf sem fengi sömu 5 strokka vélina og er í Audi RS3, en hún er 370 hestöfl. Já takk!
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent