Minni vélar - sama afl 12. febrúar 2013 14:30 Samkvæmt spám verður meirihluti nýrra bíla með minni vélum en 1,2 lítra árið 2018. Geysihröð þróun véla hefur minnkað eyðslu bíla mest á undanförnum árum og fyrir vikið er hægt að notast við minni vélar í bílana án þess að fórna afli þeirra. Til dæmis er nú 1,0 lítra vél í Ford Focus sem er jafn aflmikil og 1,6 lítra vélin sem hún leysir af hólmi og eyðir 20% minna og er 30% léttari. Fiat er með 0,5 lítra tveggja strokka vél í 500 Twinair bíl sínum sem eyðir 3,4 lítrum á hundraðið og mengar 95 g/km af koltvísýringi. Volkswagen er líka mikill brautryðjandi í smíði lítilla og sparneytinna vél í bíla sína. Hin einstaka 1,4 lítra TSI bensínvél Volkswagensem er með túrbínu og hverfablásara er nú aflmeiri en 2,3 lítra vél var fyrir skömmu. BMW mun brátt kynna þriggja lítra vélar í smærri bíla sinna og svona mætti lengi áfram telja. Það eru hreinlega allir bílaframleiðendur að minnka vélar sínar og fyrir vikið verða þær mun sparneytnari, án þess að afli sé fórnað. Þessi hraða þróun á mestan þátt í minnkandi mengun frá bílum og mun hún halda áfram að minnka hratt á næstu árum. Því er spáð að árið 2018 verði meira en helmingur nýrra bíla með minni vélar en 1,2 lítra og að 16% þeirra verði minni en eins lítra. Þessi hraða þróun í bensínvélum mun einnig gera það að verkum að þær vinna á í samanburði við dísilvélar og leysa þær víða af hólmi. Tími bensínvélanna er því að rísa aftur. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Samkvæmt spám verður meirihluti nýrra bíla með minni vélum en 1,2 lítra árið 2018. Geysihröð þróun véla hefur minnkað eyðslu bíla mest á undanförnum árum og fyrir vikið er hægt að notast við minni vélar í bílana án þess að fórna afli þeirra. Til dæmis er nú 1,0 lítra vél í Ford Focus sem er jafn aflmikil og 1,6 lítra vélin sem hún leysir af hólmi og eyðir 20% minna og er 30% léttari. Fiat er með 0,5 lítra tveggja strokka vél í 500 Twinair bíl sínum sem eyðir 3,4 lítrum á hundraðið og mengar 95 g/km af koltvísýringi. Volkswagen er líka mikill brautryðjandi í smíði lítilla og sparneytinna vél í bíla sína. Hin einstaka 1,4 lítra TSI bensínvél Volkswagensem er með túrbínu og hverfablásara er nú aflmeiri en 2,3 lítra vél var fyrir skömmu. BMW mun brátt kynna þriggja lítra vélar í smærri bíla sinna og svona mætti lengi áfram telja. Það eru hreinlega allir bílaframleiðendur að minnka vélar sínar og fyrir vikið verða þær mun sparneytnari, án þess að afli sé fórnað. Þessi hraða þróun á mestan þátt í minnkandi mengun frá bílum og mun hún halda áfram að minnka hratt á næstu árum. Því er spáð að árið 2018 verði meira en helmingur nýrra bíla með minni vélar en 1,2 lítra og að 16% þeirra verði minni en eins lítra. Þessi hraða þróun í bensínvélum mun einnig gera það að verkum að þær vinna á í samanburði við dísilvélar og leysa þær víða af hólmi. Tími bensínvélanna er því að rísa aftur.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent