Afsakið að við skutum þig í klessu! 11. febrúar 2013 15:15 Smá misskilningur, sorrý! Létu skothríð rigna yfir saklausar mæðgur sem voru að bera út blöð. Lögreglan í Los Angeles varð sök að nokkuð skelfandi mistökum um daginn. Þeir fóru bílavillt og hófu skothríð á pallbíl 47 ára konu og 71 árs móður hennar, en þeir héldu að þeir hefðu haft hendur í hári morðingjans Christopher Dorner fyrrverandi lögreglumanns sem myrti einn lögreglumann um daginn og skaut að auki aðra tvo. Þær voru hinsvegar að bera út blöð snemma að morgni og áttu ekki beint von á þessari uppákomu. Bíll mæðgnanna er alsettur kúlnagötum og hreinlega eins og gatasigti. Blessunarlega lifðu mæðgurnar sjálfar af skothríðina en móðirin fékk þó tvö skot í bakið og yfir dótturina rigndi svo miklu gleri að hún skarst nokkuð. Lögreglan ætlar að bæta dótturinni upp bílinn með öðrum nýjum og þeirri gjöf fylgdu heilmiklar afsökunarbeiðnir vegna þessa "sorglega misskilnings". Lögreglumorðinginn Christopher Dorner gengur hinsvegar enn laus og heitið hefur verið milljón dollara launum til handa þeim er bent getur á morðingjann. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Létu skothríð rigna yfir saklausar mæðgur sem voru að bera út blöð. Lögreglan í Los Angeles varð sök að nokkuð skelfandi mistökum um daginn. Þeir fóru bílavillt og hófu skothríð á pallbíl 47 ára konu og 71 árs móður hennar, en þeir héldu að þeir hefðu haft hendur í hári morðingjans Christopher Dorner fyrrverandi lögreglumanns sem myrti einn lögreglumann um daginn og skaut að auki aðra tvo. Þær voru hinsvegar að bera út blöð snemma að morgni og áttu ekki beint von á þessari uppákomu. Bíll mæðgnanna er alsettur kúlnagötum og hreinlega eins og gatasigti. Blessunarlega lifðu mæðgurnar sjálfar af skothríðina en móðirin fékk þó tvö skot í bakið og yfir dótturina rigndi svo miklu gleri að hún skarst nokkuð. Lögreglan ætlar að bæta dótturinni upp bílinn með öðrum nýjum og þeirri gjöf fylgdu heilmiklar afsökunarbeiðnir vegna þessa "sorglega misskilnings". Lögreglumorðinginn Christopher Dorner gengur hinsvegar enn laus og heitið hefur verið milljón dollara launum til handa þeim er bent getur á morðingjann.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent