McLaren P1 í 300 á 17 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2013 11:15 P1 skipar sér á stall meðal allra hraðskreiðustu ofurbíla. Nýi bíll McLaren sem fengið hefur nafnið P1 verður ári snöggur ef tölurnar sem fyrirtækið sendi frá sér í gær um bílinn eru réttar. Áður hafði komið fram að hann verður 903 hestöfl, en hann mun komast í hundraðið á innan við 3 sekúndum, 200 á undir 7 sekúndum og 300 á 17 sekúndum. Það er 11 sekúndum betri tími en ofurbíllinn McLaren F1 á. Með þessum tölum skipar McLaren P1 bíllinn sér á stall meðal ofurbíla eins og Bugatti, Koenigsegg og Hennessey. Þessir bílar eru hraðskreiðustu fjöldaframleiddu götubílar heims. Enginn þeirra er ódýr en hinn nýi McLaren P1 mun kosta 1.150.000 dollara eða 144 milljónir króna í Bandaríkjunum. Hingað kominn er óhætt að tvöfalda þá upphæð. Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent
P1 skipar sér á stall meðal allra hraðskreiðustu ofurbíla. Nýi bíll McLaren sem fengið hefur nafnið P1 verður ári snöggur ef tölurnar sem fyrirtækið sendi frá sér í gær um bílinn eru réttar. Áður hafði komið fram að hann verður 903 hestöfl, en hann mun komast í hundraðið á innan við 3 sekúndum, 200 á undir 7 sekúndum og 300 á 17 sekúndum. Það er 11 sekúndum betri tími en ofurbíllinn McLaren F1 á. Með þessum tölum skipar McLaren P1 bíllinn sér á stall meðal ofurbíla eins og Bugatti, Koenigsegg og Hennessey. Þessir bílar eru hraðskreiðustu fjöldaframleiddu götubílar heims. Enginn þeirra er ódýr en hinn nýi McLaren P1 mun kosta 1.150.000 dollara eða 144 milljónir króna í Bandaríkjunum. Hingað kominn er óhætt að tvöfalda þá upphæð.
Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent