Grænn og góður Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2013 14:00 Reynslan sýnir að eigendur Volt aka nær eingöngu á rafmagni. Reynsluakstur - Chevrolet Volt/Opel Ampera Einn athygliverðast og umtalaðasti bíll síðustu ára er Chevrolet Volt sem einnig býðst sem Opel Ampera. Athyglivert má teljast að báðar gerðir má fá á Íslandi en í Bandaríkjunum býður framleiðandi hans, General Motors aðeins Volt og í Evrópu aðeins Opel Ampera og í Bretlandi reyndar sem Vauxhall Ampera. Þessi bíll er mikill tímamótabíll, því hann er fyrsti rafbíll sögunnar sem framleiðir sína eigin raforku. Hann má hlaða með heimilisrafmagni, en þegar það þrýtur eftir 60-80 kílómetra, eftir aðstæðum, tekur vélin við. Hún er í raun „ljósavél" og hleður meira rafmagni inná rafgeymana. Því er bíllinn aldrei drifinn áfram af öðru en rafmagni. Volt/Ampera er margverðlaunaður bíll um allan heim og var meðal annars valinn Bíll ársins í Bandaríkjunum árið 2011.Langmest ekið eingöngu á rafmagni Mikil umræða hefur verið á undanförnum árum bæði hérlendis og erlendis um notagildi og framtíð rafmagnsbíla og eru flestir á því að í þeim sé mikil framtíð en að þeir séu ennþá dýrir þar sem kostnaður við framleiðslu rafgeyma þeirra sé hár. Um þetta má allt saman deila, en Volt og Ampera má fá fyrir 7,6 milljónir og staðreyndin er nú sú að ekki merkilegir venjulegir bílar kosta samt yfir 6 milljónir króna í dag. Volt og Ampera er virkilegir lúxusbílar sem mikið er lagt í og innréttingar þeirra af mjög háum gæðum. Mjög auðvelt er að verja 400.000 krónum í eldsneyti á ári og til þess þarf ekki að aka nema 15.000 km á bíl sem eyðir að meðaltali 10 lítrum á hundraðið. Ef skipt væri yfir í Volt/Ampera þarf ekki að eiga bílinn nema í 5 ár þar til að munurinn á kaupverði hans og 6 milljón króna bíl er étinn upp því meðaleyðsla Volt er aðeins 1,2 lítrar. Reynslan af bílnum frá því hann fyrst kom á markað árið 2011 er sú að honum er nær einungis ekið á rafmagni í borgarakstri og því er bílnum oft ekið mörg þúsund kílómetra á milli tankfyllinga. Drægni uppá 80 km dugar yfirleitt fyrir allar borgarsnattferðir dagsins og sjaldan er jú ekið lengra en það. Ekki tekur nema 4 klukkutíma að fullhlaða rafgeyma bílsins og akstursdrægni hans er ríflega 500 km þegar vélin bætist við.Góður akstursbíll með lágan þyngdarpunkt En hvernig er að aka Volt/Ampera? Svarið er einfalt, skemmtilegt. Fyrir það fyrsta er bíllinn mjög öflugur og sterkur rafmótorinn gerir það að verkum að bíllinn rýkur áfram og er aðeins 9 sekúndur í hundraðið. Þegar tæmist á hleðslunni, sem reynt var í akstri á svissneskum sveitavegum, er bíllinn hinsvegar ekki snarpur. Fjöðrun bílsins og akstureiginleikar eru góðir og tilfinningin er ávallt sú að ekið sé um á lúxusbíl. Þyngdarpunktur bílsins er neðarlega og það eykur á akstursgetu hans. Stýring bílsins er mjög nákvæm, þægileg og hárnákvæmt uppsett. Mjög gaman er að taka af stað alveg hljóðlaust í bílnum og venst það vel að aka honum eiginlega alltaf hljóðlaust. Þegar vélin fer í gang ber ekki mikið á því þar sem hljóðeinangrun bílsins er til fyrirmyndar og lítið sem ekkert vindgnauð eða dekkjahljóð heldur. Fallegur rafmagnsbíll – alger nýjung! Það er ekki bara stærðarlega sem Volt/Ampera liggur milli Chevrolet Camaro og Cruze, heldur útlitslega líka. Ef Camaro og Cruze ættu saman barn þá myndi hann líta út eitthvað svipað og Volt. Hann er nokkuð snotur að utan en sprengir enga skala þó. Hann vinnur þó flestar fegurðarsamkeppnir gegn öðrum rafmagnsbílum þar sem með ólíkindum ljótir bílar fylla þann flokk. Má segja að Volt/Ampera sé fyrsti rafmagnsbíllinn sem ekki veldur augnskaða á að horfa, heldur miklu fremur gleður augað. Það má reyndar líka segja um rándýru rafdrifnu lúxuskerrurnar Fisker Karma og Tesla Model S, en þá erum við komin í allt annan verðflokk.Sem lúxusbíll að innan Ekki tekur verra við er inn í bílinn er komið, þar blasir við flott hönnun, framúrstefna, frábært efnisval og smekklegheit par exelans. Sætaskipan er óvenjuleg, þ.e. 2+2 og stokkur á milli aftursætisfarþeganna. Sætin er góð og í takti við annað í innanrýminu. Mælborðið er framúrstefnulegt og flott og gaman er að fylgjast með mælunum sem sýna stöðu rafhlaðanna og kenna ökumanni hvernig nýta megi sem best rafhleðsluna. Ökumaður er auk þess látinn vita hvort hann bremsar of harkalega. Það verður til þess að orkan sem losnar nýtist ekki að fullu en færi öll aftur í rafgeymana ef bremsað hefði verið með minna þjósti. Allt er þetta vel fram sett og litríkt. Eitt af því albesta við innanrýmið er 7 hátalara Bose hljóðkerfi sem er staðalbúnaður og betra en í mörgum miklu dýrari bílnum. Auk þess notar það 50% minna rafmagn en sambærileg kerfi. Staðalbúnaður í bílnum er ríkulegur og of langt mál að telja upp. Gaman verður að sjá hvernig sala á Volt/Ampera mun þróast hér á landi en nokkrir bíla r af hvorri gerð hafa verið seldir. Það hjálpar verulega uppá að engin vörugjöld eru af þeim og hluti virðisaukaskatts að auki felldur niður. Það gerir þá einmitt mjög samkeppnishæfa en það eru samt margir sem ekki hafa efni á 7,5 milljón króna bíl, þó góður sé. Kostir: Góðir aksturseiginleikar, lagleg innrétting, lítill rekstarkostnaður Ókostir: Lítið afl þegar rafmagn klárast, kostar 7,6 milljónir 1,4 bensínvél + rafmótor – 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 2,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 27 g/km CO2 Hröðun: 9,0 sek. Hámarkshraði: 160 Km/klst Verð: 7.590.000 kr. Umboð: Bílabúð Benna/Opel (BL) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Reynslan sýnir að eigendur Volt aka nær eingöngu á rafmagni. Reynsluakstur - Chevrolet Volt/Opel Ampera Einn athygliverðast og umtalaðasti bíll síðustu ára er Chevrolet Volt sem einnig býðst sem Opel Ampera. Athyglivert má teljast að báðar gerðir má fá á Íslandi en í Bandaríkjunum býður framleiðandi hans, General Motors aðeins Volt og í Evrópu aðeins Opel Ampera og í Bretlandi reyndar sem Vauxhall Ampera. Þessi bíll er mikill tímamótabíll, því hann er fyrsti rafbíll sögunnar sem framleiðir sína eigin raforku. Hann má hlaða með heimilisrafmagni, en þegar það þrýtur eftir 60-80 kílómetra, eftir aðstæðum, tekur vélin við. Hún er í raun „ljósavél" og hleður meira rafmagni inná rafgeymana. Því er bíllinn aldrei drifinn áfram af öðru en rafmagni. Volt/Ampera er margverðlaunaður bíll um allan heim og var meðal annars valinn Bíll ársins í Bandaríkjunum árið 2011.Langmest ekið eingöngu á rafmagni Mikil umræða hefur verið á undanförnum árum bæði hérlendis og erlendis um notagildi og framtíð rafmagnsbíla og eru flestir á því að í þeim sé mikil framtíð en að þeir séu ennþá dýrir þar sem kostnaður við framleiðslu rafgeyma þeirra sé hár. Um þetta má allt saman deila, en Volt og Ampera má fá fyrir 7,6 milljónir og staðreyndin er nú sú að ekki merkilegir venjulegir bílar kosta samt yfir 6 milljónir króna í dag. Volt og Ampera er virkilegir lúxusbílar sem mikið er lagt í og innréttingar þeirra af mjög háum gæðum. Mjög auðvelt er að verja 400.000 krónum í eldsneyti á ári og til þess þarf ekki að aka nema 15.000 km á bíl sem eyðir að meðaltali 10 lítrum á hundraðið. Ef skipt væri yfir í Volt/Ampera þarf ekki að eiga bílinn nema í 5 ár þar til að munurinn á kaupverði hans og 6 milljón króna bíl er étinn upp því meðaleyðsla Volt er aðeins 1,2 lítrar. Reynslan af bílnum frá því hann fyrst kom á markað árið 2011 er sú að honum er nær einungis ekið á rafmagni í borgarakstri og því er bílnum oft ekið mörg þúsund kílómetra á milli tankfyllinga. Drægni uppá 80 km dugar yfirleitt fyrir allar borgarsnattferðir dagsins og sjaldan er jú ekið lengra en það. Ekki tekur nema 4 klukkutíma að fullhlaða rafgeyma bílsins og akstursdrægni hans er ríflega 500 km þegar vélin bætist við.Góður akstursbíll með lágan þyngdarpunkt En hvernig er að aka Volt/Ampera? Svarið er einfalt, skemmtilegt. Fyrir það fyrsta er bíllinn mjög öflugur og sterkur rafmótorinn gerir það að verkum að bíllinn rýkur áfram og er aðeins 9 sekúndur í hundraðið. Þegar tæmist á hleðslunni, sem reynt var í akstri á svissneskum sveitavegum, er bíllinn hinsvegar ekki snarpur. Fjöðrun bílsins og akstureiginleikar eru góðir og tilfinningin er ávallt sú að ekið sé um á lúxusbíl. Þyngdarpunktur bílsins er neðarlega og það eykur á akstursgetu hans. Stýring bílsins er mjög nákvæm, þægileg og hárnákvæmt uppsett. Mjög gaman er að taka af stað alveg hljóðlaust í bílnum og venst það vel að aka honum eiginlega alltaf hljóðlaust. Þegar vélin fer í gang ber ekki mikið á því þar sem hljóðeinangrun bílsins er til fyrirmyndar og lítið sem ekkert vindgnauð eða dekkjahljóð heldur. Fallegur rafmagnsbíll – alger nýjung! Það er ekki bara stærðarlega sem Volt/Ampera liggur milli Chevrolet Camaro og Cruze, heldur útlitslega líka. Ef Camaro og Cruze ættu saman barn þá myndi hann líta út eitthvað svipað og Volt. Hann er nokkuð snotur að utan en sprengir enga skala þó. Hann vinnur þó flestar fegurðarsamkeppnir gegn öðrum rafmagnsbílum þar sem með ólíkindum ljótir bílar fylla þann flokk. Má segja að Volt/Ampera sé fyrsti rafmagnsbíllinn sem ekki veldur augnskaða á að horfa, heldur miklu fremur gleður augað. Það má reyndar líka segja um rándýru rafdrifnu lúxuskerrurnar Fisker Karma og Tesla Model S, en þá erum við komin í allt annan verðflokk.Sem lúxusbíll að innan Ekki tekur verra við er inn í bílinn er komið, þar blasir við flott hönnun, framúrstefna, frábært efnisval og smekklegheit par exelans. Sætaskipan er óvenjuleg, þ.e. 2+2 og stokkur á milli aftursætisfarþeganna. Sætin er góð og í takti við annað í innanrýminu. Mælborðið er framúrstefnulegt og flott og gaman er að fylgjast með mælunum sem sýna stöðu rafhlaðanna og kenna ökumanni hvernig nýta megi sem best rafhleðsluna. Ökumaður er auk þess látinn vita hvort hann bremsar of harkalega. Það verður til þess að orkan sem losnar nýtist ekki að fullu en færi öll aftur í rafgeymana ef bremsað hefði verið með minna þjósti. Allt er þetta vel fram sett og litríkt. Eitt af því albesta við innanrýmið er 7 hátalara Bose hljóðkerfi sem er staðalbúnaður og betra en í mörgum miklu dýrari bílnum. Auk þess notar það 50% minna rafmagn en sambærileg kerfi. Staðalbúnaður í bílnum er ríkulegur og of langt mál að telja upp. Gaman verður að sjá hvernig sala á Volt/Ampera mun þróast hér á landi en nokkrir bíla r af hvorri gerð hafa verið seldir. Það hjálpar verulega uppá að engin vörugjöld eru af þeim og hluti virðisaukaskatts að auki felldur niður. Það gerir þá einmitt mjög samkeppnishæfa en það eru samt margir sem ekki hafa efni á 7,5 milljón króna bíl, þó góður sé. Kostir: Góðir aksturseiginleikar, lagleg innrétting, lítill rekstarkostnaður Ókostir: Lítið afl þegar rafmagn klárast, kostar 7,6 milljónir 1,4 bensínvél + rafmótor – 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 2,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 27 g/km CO2 Hröðun: 9,0 sek. Hámarkshraði: 160 Km/klst Verð: 7.590.000 kr. Umboð: Bílabúð Benna/Opel (BL)
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent