Corolla og Civic slá út Focus og Cruze Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 16:45 Toyota Corolla var söluhæstur í febrúar í Bandaríkjunum í sínum flokki Í fyrra var Civic söluhæstur í þessum stærðarflokki vestanhafs og Focus í öðru sæti. Mjög grannt er fylgst með sölu einstakra tegunda bíla í Bandaríkjunum og birtast tölur mjög fljótlega eftir hver mánaðarmót. Í flokki smærri fjölskyldubíla, sem er mjög söluhár flokkur bíla, var Toyota Corolla söluhæstur í febrúar með 25 þúsund bíla og Honda Civic annar með 23 þúsund. Í fyrra náði Civic fyrsta sætinu með 27 þúsund bíla en Ford Focus var þá í öðru sæti með sölu 23 þúsund bíla. Þriðja og fjórða sætið nú verma Fod Focus og Chevrolet Cruze með 21 og 18 þúsund bíla sölu. Í því fimmta er Hyundai Elantra, svo Volkswagen Golf (sem heitir Jetta þar vestra), þá Mazda 3 og í því áttunda Nissan Sentra.Níunda og tíunda sætið fylla svo Dodge Dart og Subaru Impreza. Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent
Í fyrra var Civic söluhæstur í þessum stærðarflokki vestanhafs og Focus í öðru sæti. Mjög grannt er fylgst með sölu einstakra tegunda bíla í Bandaríkjunum og birtast tölur mjög fljótlega eftir hver mánaðarmót. Í flokki smærri fjölskyldubíla, sem er mjög söluhár flokkur bíla, var Toyota Corolla söluhæstur í febrúar með 25 þúsund bíla og Honda Civic annar með 23 þúsund. Í fyrra náði Civic fyrsta sætinu með 27 þúsund bíla en Ford Focus var þá í öðru sæti með sölu 23 þúsund bíla. Þriðja og fjórða sætið nú verma Fod Focus og Chevrolet Cruze með 21 og 18 þúsund bíla sölu. Í því fimmta er Hyundai Elantra, svo Volkswagen Golf (sem heitir Jetta þar vestra), þá Mazda 3 og í því áttunda Nissan Sentra.Níunda og tíunda sætið fylla svo Dodge Dart og Subaru Impreza.
Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent