Fyrsta nýja bílaverksmiðja Honda í Japan í 50 ár Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 14:36 Líklega verður Honda Jazz framleiddur í nýju verksmiðjunni Honda hefur opnað 12 verksmiðjur utan heimalandsins í millitíðinni. Það virðist líklega harla ósennilegt en Honda hefur ekki reist nýja bílaverksmiðju í heimalandinu Japan í hálfa öld, en það mun breytast í júlí í sumar. Í millitíðinni hefur Honda opnað 12 verksmiðjur um allan heim. Nýja verksmiðjan, sem staðsett er í Yorii í tveggja stunda akstursfjarlægð frá Tokyo, mun geta framleitt 250.000 bíla. Honda hefur ekki gefið upp hvaða bílgerðir verða framleiddir í nýju verksmiðjunni, en búist er við að það verði smábíllinn Honda Jazz, sem er söluhæsti bíll Honda í Japan. Verksmiðjan mun veita 3.800 starfsmönnum vinnu, þ.e. bæði í verksmiðjunni sjálfri og hjá íhlutabirgjum í Japan. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent
Honda hefur opnað 12 verksmiðjur utan heimalandsins í millitíðinni. Það virðist líklega harla ósennilegt en Honda hefur ekki reist nýja bílaverksmiðju í heimalandinu Japan í hálfa öld, en það mun breytast í júlí í sumar. Í millitíðinni hefur Honda opnað 12 verksmiðjur um allan heim. Nýja verksmiðjan, sem staðsett er í Yorii í tveggja stunda akstursfjarlægð frá Tokyo, mun geta framleitt 250.000 bíla. Honda hefur ekki gefið upp hvaða bílgerðir verða framleiddir í nýju verksmiðjunni, en búist er við að það verði smábíllinn Honda Jazz, sem er söluhæsti bíll Honda í Japan. Verksmiðjan mun veita 3.800 starfsmönnum vinnu, þ.e. bæði í verksmiðjunni sjálfri og hjá íhlutabirgjum í Japan.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent