Fyrsta nýja bílaverksmiðja Honda í Japan í 50 ár Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 14:36 Líklega verður Honda Jazz framleiddur í nýju verksmiðjunni Honda hefur opnað 12 verksmiðjur utan heimalandsins í millitíðinni. Það virðist líklega harla ósennilegt en Honda hefur ekki reist nýja bílaverksmiðju í heimalandinu Japan í hálfa öld, en það mun breytast í júlí í sumar. Í millitíðinni hefur Honda opnað 12 verksmiðjur um allan heim. Nýja verksmiðjan, sem staðsett er í Yorii í tveggja stunda akstursfjarlægð frá Tokyo, mun geta framleitt 250.000 bíla. Honda hefur ekki gefið upp hvaða bílgerðir verða framleiddir í nýju verksmiðjunni, en búist er við að það verði smábíllinn Honda Jazz, sem er söluhæsti bíll Honda í Japan. Verksmiðjan mun veita 3.800 starfsmönnum vinnu, þ.e. bæði í verksmiðjunni sjálfri og hjá íhlutabirgjum í Japan. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent
Honda hefur opnað 12 verksmiðjur utan heimalandsins í millitíðinni. Það virðist líklega harla ósennilegt en Honda hefur ekki reist nýja bílaverksmiðju í heimalandinu Japan í hálfa öld, en það mun breytast í júlí í sumar. Í millitíðinni hefur Honda opnað 12 verksmiðjur um allan heim. Nýja verksmiðjan, sem staðsett er í Yorii í tveggja stunda akstursfjarlægð frá Tokyo, mun geta framleitt 250.000 bíla. Honda hefur ekki gefið upp hvaða bílgerðir verða framleiddir í nýju verksmiðjunni, en búist er við að það verði smábíllinn Honda Jazz, sem er söluhæsti bíll Honda í Japan. Verksmiðjan mun veita 3.800 starfsmönnum vinnu, þ.e. bæði í verksmiðjunni sjálfri og hjá íhlutabirgjum í Japan.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent