Toyota GT-86 tekur ofan Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2013 09:47 Fyrstu myndir af blæjuútfærslu sportbílsins Toyota GT-86 eru nú komnar fram í dagsljósið, hvort sem það er viljandi gert eður ei. Bíllinn verður opinberlega sýndur á bílasýningunni í Genf eftir fáeina daga. Blæjubíllinn hefur greinilega fengið mun stærri felgur og dekk og er með aftursæti sem eru svo til gagnslaus af myndunum að dæma og gætu gagnast smáhundi. Innréttingin er með tvítóna leðri og að því er virðist dokku fyrir iPod eða iPhone ofan á mælaborðinu. Bílinn verður hægt að fá með 6 gíra sjálfskiptingu, þó svo búast megi við því að flestir kjósi hann áfram með beinskiptingunni, eins og sönnum sportbíl sæmir. Blæjan er rafdrifin og stelur miklu plássi af aftursætunum, eins og í flestum blæjubílum. Venjulegur Toyota GT-86 er fallegur bíll en svona topplaus er hann enn fallegri. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent
Fyrstu myndir af blæjuútfærslu sportbílsins Toyota GT-86 eru nú komnar fram í dagsljósið, hvort sem það er viljandi gert eður ei. Bíllinn verður opinberlega sýndur á bílasýningunni í Genf eftir fáeina daga. Blæjubíllinn hefur greinilega fengið mun stærri felgur og dekk og er með aftursæti sem eru svo til gagnslaus af myndunum að dæma og gætu gagnast smáhundi. Innréttingin er með tvítóna leðri og að því er virðist dokku fyrir iPod eða iPhone ofan á mælaborðinu. Bílinn verður hægt að fá með 6 gíra sjálfskiptingu, þó svo búast megi við því að flestir kjósi hann áfram með beinskiptingunni, eins og sönnum sportbíl sæmir. Blæjan er rafdrifin og stelur miklu plássi af aftursætunum, eins og í flestum blæjubílum. Venjulegur Toyota GT-86 er fallegur bíll en svona topplaus er hann enn fallegri.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent