Fisker yfirgefur Fisker Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2013 10:49 Vanmat þann tíma og kostnað sem þarf við þróun nýrra bíla. Enn einn drómóramaðurinn hefur gefist upp á að framleiða draumabíla. Stofnandi Fisker, rafbílaframleiðandans frá Kaliforníu hefur nú yfirgefið fyrirtækið sem hann stofnaði. Reyndist verkefnið að koma söluhæfum og tæknilega fullkomnum bíl á markað fyrirtækinu og honum sjálfum ofviða fjárhagslega. Stofnandinn, Henrik Fisker hefur því yfirgefið fyrirtækið sem þó mun áfram lifa undir stjórn og í eigu annarra. Henrik greindi mjög á um stefnu Fisker við aðra stjórnendur. Minnir saga Henrik Fisker á sögu John DeLorean, sem líkt og hann vanáætlaði kostnaðinn við að þróa og framleiða markaðshæfan bíl og gafst á endanum upp. Einnig vanmat Fisker þann tíma sem það tæki fyrirtækið að hanna, þróa, framleiða og markaðsfæra bíla þess. Engar tímaáætlanir þess stóðust og fréttir um drátt á komu bíla þess voru tíðar. Gæðavandamál komu oft upp og það skaðaði Fisker mjög að rafgeymabirgi þess, A123 fór á hausinn. Ekki hjálpaði það svo til er fellibylurinn Sandy eyðilagði 300 Fisker bíla sem biðu eigenda sinna. Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent
Vanmat þann tíma og kostnað sem þarf við þróun nýrra bíla. Enn einn drómóramaðurinn hefur gefist upp á að framleiða draumabíla. Stofnandi Fisker, rafbílaframleiðandans frá Kaliforníu hefur nú yfirgefið fyrirtækið sem hann stofnaði. Reyndist verkefnið að koma söluhæfum og tæknilega fullkomnum bíl á markað fyrirtækinu og honum sjálfum ofviða fjárhagslega. Stofnandinn, Henrik Fisker hefur því yfirgefið fyrirtækið sem þó mun áfram lifa undir stjórn og í eigu annarra. Henrik greindi mjög á um stefnu Fisker við aðra stjórnendur. Minnir saga Henrik Fisker á sögu John DeLorean, sem líkt og hann vanáætlaði kostnaðinn við að þróa og framleiða markaðshæfan bíl og gafst á endanum upp. Einnig vanmat Fisker þann tíma sem það tæki fyrirtækið að hanna, þróa, framleiða og markaðsfæra bíla þess. Engar tímaáætlanir þess stóðust og fréttir um drátt á komu bíla þess voru tíðar. Gæðavandamál komu oft upp og það skaðaði Fisker mjög að rafgeymabirgi þess, A123 fór á hausinn. Ekki hjálpaði það svo til er fellibylurinn Sandy eyðilagði 300 Fisker bíla sem biðu eigenda sinna.
Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent