Toyota greiðir 2.7 milljónir í bónus Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2013 15:30 Bónusar bílaframleiðendanna eru háir Nær þó ekki 3,3 milljóna bónusnum sem greiddur var árið 2008. Fyrir fáeinum vikum var greint hér frá því að Volkswagen hafi greitt starfsfólki sínu 1.200.000 krónur í bónus fyrir árið 2012. Það er þó ekki verra að vinna fyrir Toyota, því fyrir árið í fyrra greiddi það starfsfólki sínu 2.325.000 krónur á starfsmann og hefur samþykkt að greiða 2.693.000 krónur fyrir árið í ár. Er þetta enn ein staðfestingin á því að fyrirtækið hefur að fullu jafnað sig eftir jarðskjálftann mikla árið 2011. Fyrir árið í ár ná bónusar starfsfólks þó ekki þeirri upphæð sem þeir fengu greitt árið 2008, eða 3,3 milljónir króna. Japanska jenið hefur fallið um 17% frá lokum október á síðasta ári, sem hjálpað hefur japönskum bílaframleiðendum mjög við sölu til annarra landa og mikil bjartsýni ríkir í þeirra herbúðum. Ennfremur hefur verðhjöðnun verið snúið til hóflegrar 2% verðbólgu sem haft hefur jákvæð áhrif á efnahaginn. Hlutabréf í Toyota hafa vaxið um 18% það sem af er þessu ári. Hagnaðarspá Toyota fyrir þetta ár var í síðasta mánuði hækkuð um 10%. Toyota seldi flesta bíla allra bílaframleiðenda á síðast ári og sló bæði við General Motors og Volkswagen samstæðunni. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Nær þó ekki 3,3 milljóna bónusnum sem greiddur var árið 2008. Fyrir fáeinum vikum var greint hér frá því að Volkswagen hafi greitt starfsfólki sínu 1.200.000 krónur í bónus fyrir árið 2012. Það er þó ekki verra að vinna fyrir Toyota, því fyrir árið í fyrra greiddi það starfsfólki sínu 2.325.000 krónur á starfsmann og hefur samþykkt að greiða 2.693.000 krónur fyrir árið í ár. Er þetta enn ein staðfestingin á því að fyrirtækið hefur að fullu jafnað sig eftir jarðskjálftann mikla árið 2011. Fyrir árið í ár ná bónusar starfsfólks þó ekki þeirri upphæð sem þeir fengu greitt árið 2008, eða 3,3 milljónir króna. Japanska jenið hefur fallið um 17% frá lokum október á síðasta ári, sem hjálpað hefur japönskum bílaframleiðendum mjög við sölu til annarra landa og mikil bjartsýni ríkir í þeirra herbúðum. Ennfremur hefur verðhjöðnun verið snúið til hóflegrar 2% verðbólgu sem haft hefur jákvæð áhrif á efnahaginn. Hlutabréf í Toyota hafa vaxið um 18% það sem af er þessu ári. Hagnaðarspá Toyota fyrir þetta ár var í síðasta mánuði hækkuð um 10%. Toyota seldi flesta bíla allra bílaframleiðenda á síðast ári og sló bæði við General Motors og Volkswagen samstæðunni.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent