Ert þú næsti Range Rover Sport? Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2013 10:15 Fær útlitseinkenni bæði frá litla bróðurnum Evoque og stóra Range Rover. Leynd á að hvíla yfir útliti nýrrar gerðar Range Rover Sport fram að bílasýningunni í New York, sem hefst 29. mars. Það hefur þó ekki tekist, eins og oft áður og hafa myndir af bílnum dreifst um netheima í gær eftir að einhver hefur laumast til að smella af þessum myndum. Af þeim að dæma hefur bíllinn fengið mikið lánað af útlitseinkennum Range Rover Evoque þó svo að enn sé nokkur skírskotun í stóra bróðurinn, Range Rover. Grill og framljós virðast ættuð frá honum, en afturendinn líkari Evoque. Nýi bíllinn verður af árgerð 2014. Ekki hafa neinar upplýsingar verið gefnar upp frá framleiðanda um hvernig bíllinn verður útbúinn, en þó þau orð látin falla að hann verði fljótasti og fimasti bíll sem fyrirtækið hefur nokkurntíma framleitt. Fleiri njósnamyndir af bílnum sjást í myndskeiðinu.Aftursvipurinn ekki ólíkur Evoque Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Fær útlitseinkenni bæði frá litla bróðurnum Evoque og stóra Range Rover. Leynd á að hvíla yfir útliti nýrrar gerðar Range Rover Sport fram að bílasýningunni í New York, sem hefst 29. mars. Það hefur þó ekki tekist, eins og oft áður og hafa myndir af bílnum dreifst um netheima í gær eftir að einhver hefur laumast til að smella af þessum myndum. Af þeim að dæma hefur bíllinn fengið mikið lánað af útlitseinkennum Range Rover Evoque þó svo að enn sé nokkur skírskotun í stóra bróðurinn, Range Rover. Grill og framljós virðast ættuð frá honum, en afturendinn líkari Evoque. Nýi bíllinn verður af árgerð 2014. Ekki hafa neinar upplýsingar verið gefnar upp frá framleiðanda um hvernig bíllinn verður útbúinn, en þó þau orð látin falla að hann verði fljótasti og fimasti bíll sem fyrirtækið hefur nokkurntíma framleitt. Fleiri njósnamyndir af bílnum sjást í myndskeiðinu.Aftursvipurinn ekki ólíkur Evoque
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent