Ágústa Eva gagnrýnir AA-samtökin 27. mars 2013 14:30 Ágústa Eva Erlendsdóttir. Myndir/Rafael Pinho Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir efast um ágæti AA-samtakanna og telur gloppu í heilbrigðiskerfinu að ætla æðri mætti að sjá um fíklana. Þetta kemur fram í viðtali við hana í tímaritinu Nýtt líf. Ágústa Eva prýðir forsíðu blaðsins og segir einnig frá góðri vinkonu sinni, Susie Rut og systur sinni Sunnu sem báðar létust af völdum fíknar. Ágústa Eva sannfærðist um að hún væri alkóhólisti þegar hún gekk fyrir rælni inn á AA fund, rúmlega tvítug að aldri. Þá tók á móti henni hópur karlmanna á fimmtugsaldri sem allir áttu jafn erfitt. Í viðtalinu lýsir hún eigin vanlíðan og segist hafa liðið eins og hún væri að koma loks heim. Heill her fólks var tilbúinn til að hjálpa henni að láta sér sér líða betur og hún sveif á skýi, að eigin sögn. "Það er ekki þar með sagt að þetta sé gallalaust batterí. Ég var þarna í fimm ár og fór tvo til þrjá sporahringi á ári, sem er nokkuð mikið. Þetta varð ein hringavitleysa, aftur og aftur sama liðið, á misjöfnum stað með misjafnt siðferði. Ég þreyttist og fannst ég ekki komast á neitt hærra plan. Það eru sannarlega margir sem fá hjálp á þessum stað en fáir heilbrigðir einstaklingar sem hafa þolinmæði fyrir þetta í áraraðir. AA-samtökin eru því tvíeggja sverð. Þau eru jafnhættuleg og þau geta verið góð og það er gloppa í heilbrigðiskerfinu,“ segir Ágústa Eva í viðtalinu. Hún segir samtökin vera pytt fyrir allskonar fólk sem á það sameiginlegt að líða illa. "Þar er líka fólk sem sækist í að ráðskast með líf annarra, af þeim eigingjörnu ástæðum að lækna sjálft sig. Ég trúi því ekki að alkóhólismi sé sjúkdómur. Fólk getur verið með allskyns geðveilur og ástæður fyrir því að misnota áfengi. Samtökin geta ekki læknað geðsjúkdóma né siðblindu en þar er engu að síður unnið eins og allir séu með sama sjúkdóminn,“ segir Ágústa Eva en lesa má viðtalið í heild sinni í nýútkomnu tölublaði Nýs lífs. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu Sjá meira
Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir efast um ágæti AA-samtakanna og telur gloppu í heilbrigðiskerfinu að ætla æðri mætti að sjá um fíklana. Þetta kemur fram í viðtali við hana í tímaritinu Nýtt líf. Ágústa Eva prýðir forsíðu blaðsins og segir einnig frá góðri vinkonu sinni, Susie Rut og systur sinni Sunnu sem báðar létust af völdum fíknar. Ágústa Eva sannfærðist um að hún væri alkóhólisti þegar hún gekk fyrir rælni inn á AA fund, rúmlega tvítug að aldri. Þá tók á móti henni hópur karlmanna á fimmtugsaldri sem allir áttu jafn erfitt. Í viðtalinu lýsir hún eigin vanlíðan og segist hafa liðið eins og hún væri að koma loks heim. Heill her fólks var tilbúinn til að hjálpa henni að láta sér sér líða betur og hún sveif á skýi, að eigin sögn. "Það er ekki þar með sagt að þetta sé gallalaust batterí. Ég var þarna í fimm ár og fór tvo til þrjá sporahringi á ári, sem er nokkuð mikið. Þetta varð ein hringavitleysa, aftur og aftur sama liðið, á misjöfnum stað með misjafnt siðferði. Ég þreyttist og fannst ég ekki komast á neitt hærra plan. Það eru sannarlega margir sem fá hjálp á þessum stað en fáir heilbrigðir einstaklingar sem hafa þolinmæði fyrir þetta í áraraðir. AA-samtökin eru því tvíeggja sverð. Þau eru jafnhættuleg og þau geta verið góð og það er gloppa í heilbrigðiskerfinu,“ segir Ágústa Eva í viðtalinu. Hún segir samtökin vera pytt fyrir allskonar fólk sem á það sameiginlegt að líða illa. "Þar er líka fólk sem sækist í að ráðskast með líf annarra, af þeim eigingjörnu ástæðum að lækna sjálft sig. Ég trúi því ekki að alkóhólismi sé sjúkdómur. Fólk getur verið með allskyns geðveilur og ástæður fyrir því að misnota áfengi. Samtökin geta ekki læknað geðsjúkdóma né siðblindu en þar er engu að síður unnið eins og allir séu með sama sjúkdóminn,“ segir Ágústa Eva en lesa má viðtalið í heild sinni í nýútkomnu tölublaði Nýs lífs.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu Sjá meira