Verksmiðja Dacia lokar vegna verkfalls Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2013 16:30 Starfsfólk verksmiðju Dacia lögðu niður störf Vilja 25% hækkun launa. Renault er vandi á höndum því verkamenn í verskmiðju Dacia í Pitesti í Rúmeníu fóru í verkfall í síðustu viku og stöðvaðist framleiðsla þar fyrir vikið. Dacia er undirmerki Renault og algerlega í þeirra eigu. Fara verkamennirnir fram á 25% launahækkun, en meðallaun þeirra er nú eru 135.000 krónur á mánuði. Ekki er það nein ofrausn hjá vinnuveitanda þeirra en meðallaun í Rúmeníu eru reyndar aðeins 76.000 kr. Þá segja verkamenn í Dacia að of mikið sé lagt á þá og pressan hjá yfirmönnum sé að sliga marga, en nýr bíll kemur úr í verksmiðjunni í Pitesti á hverjum 40 sekúndum. Dacia er stærsti útflytjandi í Rúmeníu og stendur að 3% alls útflutnings. Dacia fyrirtækinu gengur vel, þveröfugt við gengi eigandans, Renault. Sala Dacia jókst um 15,4% í síðasta mánuði frá fyrra ári á meðan sala Renault minnkaði um 14,8%. Dacia seldi 360.000 bíla á síðasta ári og jók hana um 5% milli ára. Sá vöxtur verður vafalaust meiri í ár, en þó ekki ef verksmiðja þeirra er lokuð lengi. Um 90% allra Dacia bíla eru seldir utan Rúmeníu. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent
Vilja 25% hækkun launa. Renault er vandi á höndum því verkamenn í verskmiðju Dacia í Pitesti í Rúmeníu fóru í verkfall í síðustu viku og stöðvaðist framleiðsla þar fyrir vikið. Dacia er undirmerki Renault og algerlega í þeirra eigu. Fara verkamennirnir fram á 25% launahækkun, en meðallaun þeirra er nú eru 135.000 krónur á mánuði. Ekki er það nein ofrausn hjá vinnuveitanda þeirra en meðallaun í Rúmeníu eru reyndar aðeins 76.000 kr. Þá segja verkamenn í Dacia að of mikið sé lagt á þá og pressan hjá yfirmönnum sé að sliga marga, en nýr bíll kemur úr í verksmiðjunni í Pitesti á hverjum 40 sekúndum. Dacia er stærsti útflytjandi í Rúmeníu og stendur að 3% alls útflutnings. Dacia fyrirtækinu gengur vel, þveröfugt við gengi eigandans, Renault. Sala Dacia jókst um 15,4% í síðasta mánuði frá fyrra ári á meðan sala Renault minnkaði um 14,8%. Dacia seldi 360.000 bíla á síðasta ári og jók hana um 5% milli ára. Sá vöxtur verður vafalaust meiri í ár, en þó ekki ef verksmiðja þeirra er lokuð lengi. Um 90% allra Dacia bíla eru seldir utan Rúmeníu.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent