Elsti Porsche bíll landsins Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2013 10:30 Kom til landsins árið 2007 og var þá að fimmföldu virði Thunderbird í toppstandi. Talsvert margir Porsche bílar eru til á Íslandi, flestir af gerðinni Cayenne, en einnig þónokkrir sportílar. Sá elsti þeirra er af gerðinni Porsche 356 og sést hann hér við einn af gimsteinum íslenskrar náttúru, við Jökulsárlón á fallegum degi. Bíllinn er af árgerð 1963 og ber týpunúmerið Porsche 356 B super 90. Eigandi bílsins er Einar H. Sigurðsson, en hann hefur ekki átt bílinn ýkja lengi af 50 ára sögu hans, eða í 6 ár.Kom til landsins árið 2007 Aðspurður um hvernig og hvenær hann eignaðist þennan dýrgrip, sagði Einar. „Þessi bíll kom hingað til lands það herrans ár 2007, þegar Íslendingar gátu leyft sér ennþá smá lúxus, en það má víst ekki lengur. Porsche 356 er afar fáséður, jafnvel í Þýskalandi þar sem þeir voru smíðaðir á árunum 1948 til 1965. Þetta er reyndar eina eintakið á Íslandi. Mest er til af þeim í Bandaríkjunum og þá helst í Kaliforníu þar sem um þessa bíla er til sérstakur sjónvarpsþáttur sem heitir eftir þeim sem hafa ráð á að safna svona gripum. Þessi bíll kostaði á við fimm Thunderbird bíla sömu árgerðar í svipuðu ástandi sem segir örlítið til um hvernig markaðurinn metur söfnunargildi bílsins."Handsmíðaður af þýskri nákvæmni "Þessir bílar voru og eru enn handsmíðaðir af þýskri nákvæmni og það voru framleiddir um það bil 75.000 eintök af 356 bílnum. Talið er að um helmingur þeirra sé enn til. Ólíkt flestum 50 ára gömlum bílum er verulega gaman að aka þessum bíl", sagði Einar. Eða eins og kaninn segir; „Porsche 356 loves twisty roads". Að sjálfsögðu er bíllinn afturhjóladrifinn og með vélina afturí. Hún er af Boxer-gerð og alls ekki með neitt ofursprengirými, eða 1,6 lítra, en skilar samt 90 hestöflum. Er það enn einn votturinn um mikla verkfræðiþekkingu þjóðverja, hvað þá ef þeir eru hjá Porsche. Sá sem hannaði 356-bílinn var Ferdinand "Ferry" Porsche, sonur Ferdinand Porsche er hannaði Volkswagen Bjölluna og var stofnandi Porsche fyrirtækisins.Fór til heimahaganna í fyrra Í fyrra fór Einar með 356-bílinn góða til Frakklands með íslenska Porsche klúbbnum. Siglt var með bílinn til Hamborgar og þaðan ekið til Frakklands, en einnig til höfuðstöðva Porsche í Þýskalandi og þær skoðaðar. Var það ógleymanlegt, sem og öll ferðin. Eins og kom fram nýlega hér er hafin leit að glæstustu fornbílum landsins vegna fyrirhugaðrar bókar um svona demanta sem finnast á Íslandi. Þessi bíll er einn þeirra. Þeir sem luma á slíkum bílum er áfram bent á að senda upplýsingar um bíla sína á fornbilar@verold.is. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent
Kom til landsins árið 2007 og var þá að fimmföldu virði Thunderbird í toppstandi. Talsvert margir Porsche bílar eru til á Íslandi, flestir af gerðinni Cayenne, en einnig þónokkrir sportílar. Sá elsti þeirra er af gerðinni Porsche 356 og sést hann hér við einn af gimsteinum íslenskrar náttúru, við Jökulsárlón á fallegum degi. Bíllinn er af árgerð 1963 og ber týpunúmerið Porsche 356 B super 90. Eigandi bílsins er Einar H. Sigurðsson, en hann hefur ekki átt bílinn ýkja lengi af 50 ára sögu hans, eða í 6 ár.Kom til landsins árið 2007 Aðspurður um hvernig og hvenær hann eignaðist þennan dýrgrip, sagði Einar. „Þessi bíll kom hingað til lands það herrans ár 2007, þegar Íslendingar gátu leyft sér ennþá smá lúxus, en það má víst ekki lengur. Porsche 356 er afar fáséður, jafnvel í Þýskalandi þar sem þeir voru smíðaðir á árunum 1948 til 1965. Þetta er reyndar eina eintakið á Íslandi. Mest er til af þeim í Bandaríkjunum og þá helst í Kaliforníu þar sem um þessa bíla er til sérstakur sjónvarpsþáttur sem heitir eftir þeim sem hafa ráð á að safna svona gripum. Þessi bíll kostaði á við fimm Thunderbird bíla sömu árgerðar í svipuðu ástandi sem segir örlítið til um hvernig markaðurinn metur söfnunargildi bílsins."Handsmíðaður af þýskri nákvæmni "Þessir bílar voru og eru enn handsmíðaðir af þýskri nákvæmni og það voru framleiddir um það bil 75.000 eintök af 356 bílnum. Talið er að um helmingur þeirra sé enn til. Ólíkt flestum 50 ára gömlum bílum er verulega gaman að aka þessum bíl", sagði Einar. Eða eins og kaninn segir; „Porsche 356 loves twisty roads". Að sjálfsögðu er bíllinn afturhjóladrifinn og með vélina afturí. Hún er af Boxer-gerð og alls ekki með neitt ofursprengirými, eða 1,6 lítra, en skilar samt 90 hestöflum. Er það enn einn votturinn um mikla verkfræðiþekkingu þjóðverja, hvað þá ef þeir eru hjá Porsche. Sá sem hannaði 356-bílinn var Ferdinand "Ferry" Porsche, sonur Ferdinand Porsche er hannaði Volkswagen Bjölluna og var stofnandi Porsche fyrirtækisins.Fór til heimahaganna í fyrra Í fyrra fór Einar með 356-bílinn góða til Frakklands með íslenska Porsche klúbbnum. Siglt var með bílinn til Hamborgar og þaðan ekið til Frakklands, en einnig til höfuðstöðva Porsche í Þýskalandi og þær skoðaðar. Var það ógleymanlegt, sem og öll ferðin. Eins og kom fram nýlega hér er hafin leit að glæstustu fornbílum landsins vegna fyrirhugaðrar bókar um svona demanta sem finnast á Íslandi. Þessi bíll er einn þeirra. Þeir sem luma á slíkum bílum er áfram bent á að senda upplýsingar um bíla sína á fornbilar@verold.is.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent