Impala með krafta í kögglum Finnur Thorlacius skrifar 21. mars 2013 14:45 Kemur nú af tíundu kynslóð og verður kynntur á bílasýningunni í New York. Chevrolet Impala var ein af táknmyndum Bandaríkjanna þegar hann kom fram á sjónarsviðið 1958, þ.e. stór og aflmikil drossía. Nú er Chevrolet að kynna hvorki meira né minna en tíundu kynslóð þessa bíls og verður hann kannski einn af senuþjófunum á bílasýningunni í New York sem er að hefjast. Bíllinn byggir á heilmikilli arfleifð Impala í gegnum áratugina en um leið yfir allri þeirri tækniframþróun sem orðið hefur á þessum tíma. Hann er 5,13 m á lengd og hjólhafið er hvorki meira né minna en 2,84 m. Impala kemur á 20 tommu álfelgum og undir vélarhlífinni er 3,6 l, V6 vél sem skilar 303 hestöflum. Með þessari vél og sex þrepa sjálfskiptingu hraðar þessi stóri bíll sér í 100 km hraða á 6,8 sekúndum. Vélin býr líka yfir gríðarlegu togi eða 358 Nm við 5.200 snúninga á mínútu. Engu að síður er eyðslan hófleg með nýrri spartækni sem stuðst var við í vélarhönnuninni. En það er samt ekki einungis afl og laglegt útlit sem Impala snýst um. Hann gerir eiginlega tilkall til þess að falla í lúxusbílaflokk með frágangi og efnisvali í innanrýminu en ekki síst hátæknibúnaði sem þar er að finna. Að framan er hann með upphituðum körfusætum sem eru stillanleg á tíu vegu og hann kemur leðurklæddur með fullkomnu loftfrískunarkerfi og hljómtækjum með raddstýrikefi, lyklalausu aðgengi og ræsingu, hraðastilli með aðlögunarhæfni, tíu öryggispúðum, blindblettvara, svo fátt eitt sé nefnt. Impala kemur á markað nú á vordögum.Laglegur að innan Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Kemur nú af tíundu kynslóð og verður kynntur á bílasýningunni í New York. Chevrolet Impala var ein af táknmyndum Bandaríkjanna þegar hann kom fram á sjónarsviðið 1958, þ.e. stór og aflmikil drossía. Nú er Chevrolet að kynna hvorki meira né minna en tíundu kynslóð þessa bíls og verður hann kannski einn af senuþjófunum á bílasýningunni í New York sem er að hefjast. Bíllinn byggir á heilmikilli arfleifð Impala í gegnum áratugina en um leið yfir allri þeirri tækniframþróun sem orðið hefur á þessum tíma. Hann er 5,13 m á lengd og hjólhafið er hvorki meira né minna en 2,84 m. Impala kemur á 20 tommu álfelgum og undir vélarhlífinni er 3,6 l, V6 vél sem skilar 303 hestöflum. Með þessari vél og sex þrepa sjálfskiptingu hraðar þessi stóri bíll sér í 100 km hraða á 6,8 sekúndum. Vélin býr líka yfir gríðarlegu togi eða 358 Nm við 5.200 snúninga á mínútu. Engu að síður er eyðslan hófleg með nýrri spartækni sem stuðst var við í vélarhönnuninni. En það er samt ekki einungis afl og laglegt útlit sem Impala snýst um. Hann gerir eiginlega tilkall til þess að falla í lúxusbílaflokk með frágangi og efnisvali í innanrýminu en ekki síst hátæknibúnaði sem þar er að finna. Að framan er hann með upphituðum körfusætum sem eru stillanleg á tíu vegu og hann kemur leðurklæddur með fullkomnu loftfrískunarkerfi og hljómtækjum með raddstýrikefi, lyklalausu aðgengi og ræsingu, hraðastilli með aðlögunarhæfni, tíu öryggispúðum, blindblettvara, svo fátt eitt sé nefnt. Impala kemur á markað nú á vordögum.Laglegur að innan
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent