BMW og Audi í sölukeppni Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2013 13:30 Hörð er sölukeppnin milli þýsku lúxusbílaframleiðendanna Eru nánast hnífjörn í sölu á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Ekki munaði nema 407 eintökum á BMW og Audi í sölu bíla fyrstu tvo mánuði ársins í heiminum, BMW í vil. Rimman milli fyrirtækjanna um hvor aðilinn verður söluhæstur í lúxusbílaflokki verður hörð í ár og vel verður fylgst með tölunum eftir hvern mánuð. Audi hefur sagst ætla fara fram úr BMW á næstunni en BMW var söluhæst á síðasta ári, á undan Audi og Mercedes Benz. BMW hefur sett mikið fjármagn í þróun nýrra bíla til að standa sterkar í harðnandi samkeppninni frá Audi. Það hefur komið niður á þeirri hagnaðarvon sem vænta má á árinu hjá BMW. Fyrir vikið hafa hlutabréf í BMW fallið um 1,9% á árinu. BMW kynnti 11 ný módel á þessu ári og 25 fram að lokum árs 2014. Þrátt fyrir minnkandi sölu í Evrópu mun BMW líklega selja 10% fleiri bíla um allan heim en í fyrra, en líklega með minni hagnaði. Minni hagnaður gæti hæglega sést hjá öllum þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum fyrir árið í ár. Í fyrra seldi BMW 1,54 milljón bíla, Audi 1,46 og Benz 1,32. Vöxtur BMW og Audi var 12% en Benz aðeins 4,7%. Í ár virðist Audi ætla að halda í BMW í sölu, að minnsta kosti á fyrstu mánuðum ársins. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent
Eru nánast hnífjörn í sölu á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Ekki munaði nema 407 eintökum á BMW og Audi í sölu bíla fyrstu tvo mánuði ársins í heiminum, BMW í vil. Rimman milli fyrirtækjanna um hvor aðilinn verður söluhæstur í lúxusbílaflokki verður hörð í ár og vel verður fylgst með tölunum eftir hvern mánuð. Audi hefur sagst ætla fara fram úr BMW á næstunni en BMW var söluhæst á síðasta ári, á undan Audi og Mercedes Benz. BMW hefur sett mikið fjármagn í þróun nýrra bíla til að standa sterkar í harðnandi samkeppninni frá Audi. Það hefur komið niður á þeirri hagnaðarvon sem vænta má á árinu hjá BMW. Fyrir vikið hafa hlutabréf í BMW fallið um 1,9% á árinu. BMW kynnti 11 ný módel á þessu ári og 25 fram að lokum árs 2014. Þrátt fyrir minnkandi sölu í Evrópu mun BMW líklega selja 10% fleiri bíla um allan heim en í fyrra, en líklega með minni hagnaði. Minni hagnaður gæti hæglega sést hjá öllum þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum fyrir árið í ár. Í fyrra seldi BMW 1,54 milljón bíla, Audi 1,46 og Benz 1,32. Vöxtur BMW og Audi var 12% en Benz aðeins 4,7%. Í ár virðist Audi ætla að halda í BMW í sölu, að minnsta kosti á fyrstu mánuðum ársins.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent