Stór bílasýning í maí – Allt á hjólum 2013 Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2013 11:15 Sýninguna í Fífunni 2011 heimsóttu 15.000 gestir Síðasta stóra sýning var haldin í Fífunni vorið 2011. Bílgreinasambandið stendur fyrir stórsýningu á bílum og tækjum í Fífunni í Kópavogi dagana 4.- 5. maí næstkomandi. Sýnt verður á 4.000 fermetrum og eru sýnendur öll helstu bílaumboð landsins ásamt fyrirtækjum sem bjóða vörur og þjónustu sem á einn eða annan hátt tengjast farartækjum. Á sýningunni verður að finna nýjustu bíla á markaðnum auk þess sem fjöldi bíla verður sérstaklega fluttir til landsins í tilefni sýningarinnar. Einnig verður að finna á sýningunni hjólhýsi, fellihýsi, fjármögnunarfélög sem sérhæfa sig í lánveitingum til bíla-og tækjakaupa, olíufélag, auk aðila sem bjóða upp á alls kyns rekstrarvörur sem og menntunaraðila í bílgreininni.Tíðar bílasýningar árin 1970 til 1984Bílasýningar á vegum Bílgreinasambandsins voru algengar á árunum í kringum 1970-1984. Sambandið endurvakti þennan atburð vorið 2011 og komu þá alls um 15.000 gestir á sýninguna. Sýningin þá og í ár hafa það fram yfir fyrri sýningar að nú eru ekki einvörðungu sýndar bifreiðar, heldur einnig nýjungar sem og tengdar vörur eins og segir hér að ofan. Ásamt því að geta komið og skoðað það nýjasta á markaðnum geta sýningargestir fengið sér hressingu í veitingasölu og eflaust fundið sér eitthvað spennandi við hæfi til að dáðst að glæsilegum farartækjum, jafnt ungir sem aldnir. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og opnunartími sýningarinnar verður frá 11 til 18 laugardaginn 4. maí og 11 til 16 sunnudaginn 5. maí. Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent
Síðasta stóra sýning var haldin í Fífunni vorið 2011. Bílgreinasambandið stendur fyrir stórsýningu á bílum og tækjum í Fífunni í Kópavogi dagana 4.- 5. maí næstkomandi. Sýnt verður á 4.000 fermetrum og eru sýnendur öll helstu bílaumboð landsins ásamt fyrirtækjum sem bjóða vörur og þjónustu sem á einn eða annan hátt tengjast farartækjum. Á sýningunni verður að finna nýjustu bíla á markaðnum auk þess sem fjöldi bíla verður sérstaklega fluttir til landsins í tilefni sýningarinnar. Einnig verður að finna á sýningunni hjólhýsi, fellihýsi, fjármögnunarfélög sem sérhæfa sig í lánveitingum til bíla-og tækjakaupa, olíufélag, auk aðila sem bjóða upp á alls kyns rekstrarvörur sem og menntunaraðila í bílgreininni.Tíðar bílasýningar árin 1970 til 1984Bílasýningar á vegum Bílgreinasambandsins voru algengar á árunum í kringum 1970-1984. Sambandið endurvakti þennan atburð vorið 2011 og komu þá alls um 15.000 gestir á sýninguna. Sýningin þá og í ár hafa það fram yfir fyrri sýningar að nú eru ekki einvörðungu sýndar bifreiðar, heldur einnig nýjungar sem og tengdar vörur eins og segir hér að ofan. Ásamt því að geta komið og skoðað það nýjasta á markaðnum geta sýningargestir fengið sér hressingu í veitingasölu og eflaust fundið sér eitthvað spennandi við hæfi til að dáðst að glæsilegum farartækjum, jafnt ungir sem aldnir. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og opnunartími sýningarinnar verður frá 11 til 18 laugardaginn 4. maí og 11 til 16 sunnudaginn 5. maí.
Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent