Nissan Altima toppar Toyota Camry í BNA Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2013 10:45 Sala Altima í mars samsvarar 453.000 bíla árssölu bara í Bandaríkjunum. Toyota Camry hefur verið svo lengi söluhæsti fólksbíllinn í Bandaríkjunum að það var orðið sem lögmál og óþarft að greina frá því milli mánaða. Í nýliðnum marsmánuði bar þó svo við að Camry tapaði titlinum til annars japansks bíls, Nissan Altima. Altima hefur verið að sækja á Camry undanfarið og Nissan menn sögðu við birtingu sölutalnanna að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær einmitt þetta myndi gerast. Nissan Altima er nú tiltölulega nýrri gerð og er ákaflega sparsamur bíll á dropann. Hann er framleiddur fyrir Bandaríkjamarkað í verksmiðjum Nissan í Tennessee og Mississippi. Aðrir söluháir bílar í þessum flokki eru Honda Accord og Ford Mondeo og fullt eins líklegt að annarhvor þeirra hrifsi toppsætið af Nissan Altima áður en langt um líður, en afar hörð samkeppni er í þessum flokki bíla. Toyota segist engar áhyggjur hafa af ástandinu nú og ætla að ná aftur toppsætinu innan tíðar. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent
Sala Altima í mars samsvarar 453.000 bíla árssölu bara í Bandaríkjunum. Toyota Camry hefur verið svo lengi söluhæsti fólksbíllinn í Bandaríkjunum að það var orðið sem lögmál og óþarft að greina frá því milli mánaða. Í nýliðnum marsmánuði bar þó svo við að Camry tapaði titlinum til annars japansks bíls, Nissan Altima. Altima hefur verið að sækja á Camry undanfarið og Nissan menn sögðu við birtingu sölutalnanna að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær einmitt þetta myndi gerast. Nissan Altima er nú tiltölulega nýrri gerð og er ákaflega sparsamur bíll á dropann. Hann er framleiddur fyrir Bandaríkjamarkað í verksmiðjum Nissan í Tennessee og Mississippi. Aðrir söluháir bílar í þessum flokki eru Honda Accord og Ford Mondeo og fullt eins líklegt að annarhvor þeirra hrifsi toppsætið af Nissan Altima áður en langt um líður, en afar hörð samkeppni er í þessum flokki bíla. Toyota segist engar áhyggjur hafa af ástandinu nú og ætla að ná aftur toppsætinu innan tíðar.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent