Volkswagen þarf 50.000 nýja starfsmenn Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2013 15:12 Nú vinna í allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns. Volkswagen hefur ekki farið leynt með markmið sitt að verða stærsti bílaframleiðandi heims, ekki seinna en árið 2018. Til þess að svo geti orðið þarf að smíða marga bíla og til þess þarf margar verksmiðjur og í þeim þarf mikið af starfsfólki að vinna. Nú þegar vinna hjá allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns og eru þá talin með öll undirmerki Volkswagen. Starfsfólki þess mun þó fjölga um 10% næstu 5 árin og fjölga um 50.000. Mest munar um áformaða mikla uppbyggingu í Kína, en þar mun framleiðsla tvöfaldast til ársins 2018. Líklega mun Volkswagen ná að slá við General Motors strax í ár hvað fjölda framleiddra bíla í Kína varðar. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent
Nú vinna í allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns. Volkswagen hefur ekki farið leynt með markmið sitt að verða stærsti bílaframleiðandi heims, ekki seinna en árið 2018. Til þess að svo geti orðið þarf að smíða marga bíla og til þess þarf margar verksmiðjur og í þeim þarf mikið af starfsfólki að vinna. Nú þegar vinna hjá allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns og eru þá talin með öll undirmerki Volkswagen. Starfsfólki þess mun þó fjölga um 10% næstu 5 árin og fjölga um 50.000. Mest munar um áformaða mikla uppbyggingu í Kína, en þar mun framleiðsla tvöfaldast til ársins 2018. Líklega mun Volkswagen ná að slá við General Motors strax í ár hvað fjölda framleiddra bíla í Kína varðar.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent