Volkswagen fækkar starfsfólki Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2013 12:45 Það eru ekki bara franskir bílaframleiðendur sem þurfa að segja upp starfsfólki Skáru niður um 500 störf í Bandaríkjunum og fækkun í Evrópu blasir við. Þrátt fyrir ágætt gengi Volkswagen þarf fyrirtækið, eins og svo mörg önnur bílafyrirtæki, að skera niður í hópi starfskrafta sinna. Fyrir skömmu fækkaði Volkswagen starfsfólki í verksmiðju sinni í Chattanooga í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum um 500 manns. Var það gert vegna minnkandi eftirspurnar eftir Volkswagen Passat vestanhafs. Fækkun starfa gæti einnig orðið í Evrópu á næstunni og Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen hefur ljáð máls á niðurskurði starfskrafta sökum dræmrar sölu bíla í álfunni. Hann hefur þó að engu leiti beygt af leið með áform fyrirtækisins um að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018. Volkswagen ætlar til að mynda að tvöfalda framleiðslu sína í Kína á næstu fimm árum. Mun sú aukning gera betur en bæta upp þá sölutregðu sem er í Evrópu. Ennfremur ætlar Volkswagen að bæta við 1.500 sölustöðum á þeim mörkuðum sem vaxa hvað hraðast í heiminum og bætast þeir við þá 20.000 sölustaði sem fyrir eru. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent
Skáru niður um 500 störf í Bandaríkjunum og fækkun í Evrópu blasir við. Þrátt fyrir ágætt gengi Volkswagen þarf fyrirtækið, eins og svo mörg önnur bílafyrirtæki, að skera niður í hópi starfskrafta sinna. Fyrir skömmu fækkaði Volkswagen starfsfólki í verksmiðju sinni í Chattanooga í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum um 500 manns. Var það gert vegna minnkandi eftirspurnar eftir Volkswagen Passat vestanhafs. Fækkun starfa gæti einnig orðið í Evrópu á næstunni og Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen hefur ljáð máls á niðurskurði starfskrafta sökum dræmrar sölu bíla í álfunni. Hann hefur þó að engu leiti beygt af leið með áform fyrirtækisins um að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018. Volkswagen ætlar til að mynda að tvöfalda framleiðslu sína í Kína á næstu fimm árum. Mun sú aukning gera betur en bæta upp þá sölutregðu sem er í Evrópu. Ennfremur ætlar Volkswagen að bæta við 1.500 sölustöðum á þeim mörkuðum sem vaxa hvað hraðast í heiminum og bætast þeir við þá 20.000 sölustaði sem fyrir eru.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent