45 ára morðgáta leyst með aðstoð Facebook Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2013 08:45 Hin fjögurra ára Carolee Sadie Ashby Ók á fjögurra ára stúlku undir áhrifum, en hefur nú viðurkennt glæp sinn. Á allraheilagramessu árið 1968 var hin fjögurra ára gamla Carolee Sadie Ashby að ganga heim eftir að hafa gengið milli húsa og þegið gotterí eins og vant er í henni Ameríku og líka hérlendis á seinni árum. Á leið sinni heim var hún ekin niður af drukknum ökumanni sem stakk af frá slysstað, en Carolee lést við áreksturinn. Aldrei fékk lögreglan botn í málið og enginn var kærður. Hinn rétti gjörningsmaður var einn þeirra sem yfirheyrðir voru en sönnunargögn voru ónóg. Nú 45 árum síðar, með hjálp Facebook hefur hann fundist og er hann nú 62 ára gamall. Málsatvik eru þau að fyrrum lögreglumaður á eftirlaunum lýsti atburðinum fyrir 45 árum nýlega á Facebook og kona nokkur sem var nágranni gjörningsmannsins þá las um málið. Þá rifjaðist upp fyrir henni að fjölskylda hins seka hafði komið til hennar fyrir 45 árum og beðið hana um að koma fram með ósanna fjarvistarsönnun fyrir ökumanninn óprúttna. Það gerði hún hinsvegar ekki og gleymdi málinu í 45 ár. Það rifjaðist þó upp fyrir henni á Facebook. Hún fór rakleiðis til lögreglunnar og sagði henni frá því hver hún héldi að hefði ekið á stúlkuna. Lögreglan yfirheyrði manninn og hann viðurkenndi glæp sinn og tjáði lögreglunni að hann hafi verið drukkinn þegar þetta gerðist og fyrir vikið hafi hann stungið af frá slysstaðnum. Glæpur hans er hinsvegar fyrndur og því verður hann ekki ákærður fyrir vikið. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent
Ók á fjögurra ára stúlku undir áhrifum, en hefur nú viðurkennt glæp sinn. Á allraheilagramessu árið 1968 var hin fjögurra ára gamla Carolee Sadie Ashby að ganga heim eftir að hafa gengið milli húsa og þegið gotterí eins og vant er í henni Ameríku og líka hérlendis á seinni árum. Á leið sinni heim var hún ekin niður af drukknum ökumanni sem stakk af frá slysstað, en Carolee lést við áreksturinn. Aldrei fékk lögreglan botn í málið og enginn var kærður. Hinn rétti gjörningsmaður var einn þeirra sem yfirheyrðir voru en sönnunargögn voru ónóg. Nú 45 árum síðar, með hjálp Facebook hefur hann fundist og er hann nú 62 ára gamall. Málsatvik eru þau að fyrrum lögreglumaður á eftirlaunum lýsti atburðinum fyrir 45 árum nýlega á Facebook og kona nokkur sem var nágranni gjörningsmannsins þá las um málið. Þá rifjaðist upp fyrir henni að fjölskylda hins seka hafði komið til hennar fyrir 45 árum og beðið hana um að koma fram með ósanna fjarvistarsönnun fyrir ökumanninn óprúttna. Það gerði hún hinsvegar ekki og gleymdi málinu í 45 ár. Það rifjaðist þó upp fyrir henni á Facebook. Hún fór rakleiðis til lögreglunnar og sagði henni frá því hver hún héldi að hefði ekið á stúlkuna. Lögreglan yfirheyrði manninn og hann viðurkenndi glæp sinn og tjáði lögreglunni að hann hafi verið drukkinn þegar þetta gerðist og fyrir vikið hafi hann stungið af frá slysstaðnum. Glæpur hans er hinsvegar fyrndur og því verður hann ekki ákærður fyrir vikið.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent