Methagnaður Ford Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2013 13:32 Allur hagnaðurinn verður til í Bandaríkjunum en stórtap í Evrópu.Í dag birti Ford uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og kom í ljós að Ford hefur aldrei hagnast svo mikið fyrr. Hagnaðurinn nam 1,61 milljörðum dollar eða 188 milljarða króna og það þrátt fyrir að starfsemi Ford í Evrópu hafi verið rekin með tapi. Ford stefnir nú að fimmta hagnaðarárinu í röð eftir að hafa tapað fé árin 2006 til 2008. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærri á neinum ársfjórðungi og ber hagnaðurinn þar upp heildarhagnaðinn, því önnur markaðssvæði en Bandaríkin skiluðu í heild tapi. Velta Ford á þessum fyrsta ársfjórðungi jókst um 10% og salan í Bandaríkjunum um 11%. Það var gott betur en meðalvöxturinn þar vestra sem nam 6%, svo Ford er að auka markaðshlutdeild sína þar, sem nú nemur 16,2%. Rekstur Ford í Evrópu versnaði hressilega frá árinu 2012, því tapið þrefaldaðist. Ford neyðist því til að gefa út spá um heldur meira tap á árinu þar en fyrri spá, eða frá 1,75 milljörðum dala í 2,0. Evrópa ætlar því að vera Ford áfram mikið olnbogabarn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent
Allur hagnaðurinn verður til í Bandaríkjunum en stórtap í Evrópu.Í dag birti Ford uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og kom í ljós að Ford hefur aldrei hagnast svo mikið fyrr. Hagnaðurinn nam 1,61 milljörðum dollar eða 188 milljarða króna og það þrátt fyrir að starfsemi Ford í Evrópu hafi verið rekin með tapi. Ford stefnir nú að fimmta hagnaðarárinu í röð eftir að hafa tapað fé árin 2006 til 2008. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærri á neinum ársfjórðungi og ber hagnaðurinn þar upp heildarhagnaðinn, því önnur markaðssvæði en Bandaríkin skiluðu í heild tapi. Velta Ford á þessum fyrsta ársfjórðungi jókst um 10% og salan í Bandaríkjunum um 11%. Það var gott betur en meðalvöxturinn þar vestra sem nam 6%, svo Ford er að auka markaðshlutdeild sína þar, sem nú nemur 16,2%. Rekstur Ford í Evrópu versnaði hressilega frá árinu 2012, því tapið þrefaldaðist. Ford neyðist því til að gefa út spá um heldur meira tap á árinu þar en fyrri spá, eða frá 1,75 milljörðum dala í 2,0. Evrópa ætlar því að vera Ford áfram mikið olnbogabarn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent