Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Kristján Hjálmarsson skrifar 30. apríl 2013 13:37 Sjávarfoss í Elliðaánum. Það stefnir í gott veiðisumar 2015. Gríðarlegur fjöldi sumargamalla laxaseiða í vatnakerfi Elliðaánna vekur upp vonir um mjög sterkan gönguseiðastofn í ánum á næsta ári þegar megnið af þeim gengur í sjó. Ef skilyrði til uppvaxtar seiðanna verður þeim hliðholl fram að sjógöngu og afrán á þeim í ánum ekki umfram venju gæti veiðisumarið árið 2015 orðið líflegt og það í meira í lagi. Þetta kemur fram rannsókn Jóhannesar Sturlugssonar hjá Laxfiskum og fjallað er um á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur. Á heimasíðu SVFR er fjallað um seiðabúskap í Elliðaánum. Þar kemur fram að seiðabúskapur í vatnakerfi ánna hafi verið einstaklega góður síðastliðið haust. Fjöldi sumargamalla laxaseiða í ánum hafi verið meiri en nokkru sinni frá því að seiðarannsóknir hófust. Þéttaleiki hafi verið sjöfaldur miðað við meðaltal 27 viðmiðunarára og helmingi meir en mest hefur orðið á þessum árum. Umfjöllun á heimasíðu SVFR má finna hér en skýrslu Jóhannesar má finna hér. Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði
Gríðarlegur fjöldi sumargamalla laxaseiða í vatnakerfi Elliðaánna vekur upp vonir um mjög sterkan gönguseiðastofn í ánum á næsta ári þegar megnið af þeim gengur í sjó. Ef skilyrði til uppvaxtar seiðanna verður þeim hliðholl fram að sjógöngu og afrán á þeim í ánum ekki umfram venju gæti veiðisumarið árið 2015 orðið líflegt og það í meira í lagi. Þetta kemur fram rannsókn Jóhannesar Sturlugssonar hjá Laxfiskum og fjallað er um á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur. Á heimasíðu SVFR er fjallað um seiðabúskap í Elliðaánum. Þar kemur fram að seiðabúskapur í vatnakerfi ánna hafi verið einstaklega góður síðastliðið haust. Fjöldi sumargamalla laxaseiða í ánum hafi verið meiri en nokkru sinni frá því að seiðarannsóknir hófust. Þéttaleiki hafi verið sjöfaldur miðað við meðaltal 27 viðmiðunarára og helmingi meir en mest hefur orðið á þessum árum. Umfjöllun á heimasíðu SVFR má finna hér en skýrslu Jóhannesar má finna hér.
Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði