Volvo segir KERS-tækni sína lækka eyðslu um 25% Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2013 15:15 KERS-búnaður Volvo með kasthjóli Kasthjólið snýst á 60.000 snúningum og eykur afl um 80 hestöfl. KERS-tækni hefur verið þekkt í áratugi en KERS stendur fyrir Kinetic Energy Recovery System og er í raun Hybrid búnaður en frábrugðinn flestum þeim Hybrid búnaði sem eru í framleiðslubílum I dag. Volvo hefur reyndar gert tilraunir með KERS-búnað allar götur frá árinu 1960. Þessi tækni gengur út á það að endurheimta þá orku sem verður til við hemlun eða minnkun hraða en er frábrugðin að því leiti að þegar hemlað er knýr orkan háhraða snúningshjól (Flywheel) sem snýst á 60.000 snúninga hraða á mínútu. Þegar þeirri orku sem hleðst upp við þetta er hleypt til afturhjólanna eykst aflið um allt að 80 hestöfl og sparar í leiðinni mikið eldsneyti, eða 25% segja þeir hjá Volvo.Bara fjögurra strokka vélar í Volvo bílum?Það gerir það að verkum að fjögurra strokka vél með KERS-búnað verður jafn öflug og sex strokka vél án hans. Því kemur vel til greina hjá Volvo að framleiða bráðum enga sex eða átta strokka vélar og stóla á KERS-tækni bara í fjögurra strokka vélum. Bílar sem búnir hafa verið þessari tækni verða meira en einni sekúndu sneggri í hundraðið, en það sem er enn betra er það að undir ákveðnum aðstæðum getur verið slökkt á vélinni í allt að helmingi ökutímans, en þá verður reyndar að aka varlega. Þegar Volvo hóf að prófa sig áfram með þessa tækni voru háhraðahjólin þung, dýr og skiluðu takmörkuðum ávinningi. Það hefur nú breyst hressilega með betri efnisnotkun og góðri hönnun. Hjólið sjálft er nú úr léttum koltrefjum. Volvo segir að þessi nýi búnaður sé mun ódýrari í framleiðslu en sá Hybrid búnaður sem flestir bílaframleiðendur nota í dag, enda eru þeir flestir dýrir bílar. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent
Kasthjólið snýst á 60.000 snúningum og eykur afl um 80 hestöfl. KERS-tækni hefur verið þekkt í áratugi en KERS stendur fyrir Kinetic Energy Recovery System og er í raun Hybrid búnaður en frábrugðinn flestum þeim Hybrid búnaði sem eru í framleiðslubílum I dag. Volvo hefur reyndar gert tilraunir með KERS-búnað allar götur frá árinu 1960. Þessi tækni gengur út á það að endurheimta þá orku sem verður til við hemlun eða minnkun hraða en er frábrugðin að því leiti að þegar hemlað er knýr orkan háhraða snúningshjól (Flywheel) sem snýst á 60.000 snúninga hraða á mínútu. Þegar þeirri orku sem hleðst upp við þetta er hleypt til afturhjólanna eykst aflið um allt að 80 hestöfl og sparar í leiðinni mikið eldsneyti, eða 25% segja þeir hjá Volvo.Bara fjögurra strokka vélar í Volvo bílum?Það gerir það að verkum að fjögurra strokka vél með KERS-búnað verður jafn öflug og sex strokka vél án hans. Því kemur vel til greina hjá Volvo að framleiða bráðum enga sex eða átta strokka vélar og stóla á KERS-tækni bara í fjögurra strokka vélum. Bílar sem búnir hafa verið þessari tækni verða meira en einni sekúndu sneggri í hundraðið, en það sem er enn betra er það að undir ákveðnum aðstæðum getur verið slökkt á vélinni í allt að helmingi ökutímans, en þá verður reyndar að aka varlega. Þegar Volvo hóf að prófa sig áfram með þessa tækni voru háhraðahjólin þung, dýr og skiluðu takmörkuðum ávinningi. Það hefur nú breyst hressilega með betri efnisnotkun og góðri hönnun. Hjólið sjálft er nú úr léttum koltrefjum. Volvo segir að þessi nýi búnaður sé mun ódýrari í framleiðslu en sá Hybrid búnaður sem flestir bílaframleiðendur nota í dag, enda eru þeir flestir dýrir bílar.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent