Tesla skilar hagnaði í fyrsta sinn Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 14:30 Rafmagnsbílaframleiðendur hafa hingað til ekki rakað inn seðlum og skemmst er að minnast stórvaxins gjaldþrots Fisker fyrir skömmu. Það á þó ekki við í tilfelli Tesla, þó höfuðstöðvar beggja séu í Kaliforníu. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var Tesla fyrirtækið rekið með hagnaði. Er þetta í fyrsta skipti sem Tesla er rekið með hagnaði á tíu ára rekstrarafmæli þess. Hagnaður skapaðist þrátt fyrir að fjárfestingar Tesla hafi verið mikla á fjórðungnum. Þær fjárfestingar voru helst í söluútibúum og hleðslustöðvum og munu slíkar fjárfestingar ekki vega eins mikið í rekstri tesla í framtíðinni. Tesla naut góðs af 68 milljón dollara greiðslum frá ríkinu fyrir framleiðslu mengunarfrírra bíla (Zero emission vehicle credits, ZEV), en aðrir bílaframleiðendur eru sektaðir fyrir skort á mengunarlitlum eða mengunarfríum bílum. Búist er við að Tesla fái 250 milljón dollara í þessháttar tekjur á árinu. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Rafmagnsbílaframleiðendur hafa hingað til ekki rakað inn seðlum og skemmst er að minnast stórvaxins gjaldþrots Fisker fyrir skömmu. Það á þó ekki við í tilfelli Tesla, þó höfuðstöðvar beggja séu í Kaliforníu. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var Tesla fyrirtækið rekið með hagnaði. Er þetta í fyrsta skipti sem Tesla er rekið með hagnaði á tíu ára rekstrarafmæli þess. Hagnaður skapaðist þrátt fyrir að fjárfestingar Tesla hafi verið mikla á fjórðungnum. Þær fjárfestingar voru helst í söluútibúum og hleðslustöðvum og munu slíkar fjárfestingar ekki vega eins mikið í rekstri tesla í framtíðinni. Tesla naut góðs af 68 milljón dollara greiðslum frá ríkinu fyrir framleiðslu mengunarfrírra bíla (Zero emission vehicle credits, ZEV), en aðrir bílaframleiðendur eru sektaðir fyrir skort á mengunarlitlum eða mengunarfríum bílum. Búist er við að Tesla fái 250 milljón dollara í þessháttar tekjur á árinu.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent