Range Rover Hybrid að koma Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2013 10:45 Mun aðeins eyða 5,3 lítrum á hundraðið en er samt 333 hestöfl. Land Rover fyrirtækið, sem framleiðir Range Rover, hefur ekki tekið þátt í tvinnbílatækni fyrir sína bíla eins og margir aðrir bílaframleiðendur. Það er þó að breytast því á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár mun það sýna bæði Range Rover og Range Rover Sport með þessari tækni. Þar verður sýndur Range Rover með 3,0 lítra V6 dísilvél sem hjálpað verður með 50 kW rafmótor sem skila saman 333 hestöflum og koma bílnum í 100 á rúmlega 7 sekúndum. Bíllinn mun eyða aðeins 5,3 lítrum á hverja 100 kílómetra svo þar er kominn afar eyðslugrannur jeppi sem þó er með krafta í kögglum. Svo langt er Land Rover komið í þróun sinni á þessum bílum að þeir verða komnir í sölu áður en árið er liðið. Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent
Mun aðeins eyða 5,3 lítrum á hundraðið en er samt 333 hestöfl. Land Rover fyrirtækið, sem framleiðir Range Rover, hefur ekki tekið þátt í tvinnbílatækni fyrir sína bíla eins og margir aðrir bílaframleiðendur. Það er þó að breytast því á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár mun það sýna bæði Range Rover og Range Rover Sport með þessari tækni. Þar verður sýndur Range Rover með 3,0 lítra V6 dísilvél sem hjálpað verður með 50 kW rafmótor sem skila saman 333 hestöflum og koma bílnum í 100 á rúmlega 7 sekúndum. Bíllinn mun eyða aðeins 5,3 lítrum á hverja 100 kílómetra svo þar er kominn afar eyðslugrannur jeppi sem þó er með krafta í kögglum. Svo langt er Land Rover komið í þróun sinni á þessum bílum að þeir verða komnir í sölu áður en árið er liðið.
Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent