Mamma hræðir soninn með 900 hestöflum Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2013 08:45 Ekur Mitsubishi Evo og smellir honum í 225 km hraða á örskotsstundu. Miklu algengara er að synir hræði mæður sínar sitjandi í farþegasætinu en að mæðurnar setjist í ökumannssætið og hræði líftóruna úr sonum sínum. Eftir því sem bílarnir eru öflugri er það líklega auðveldara. Þessi móðir er á 900 hestafla Mitsubishi Evo, sem er reyndar í eigu sonarins, en það er hún sem er undir stýri í þetta skiptið. Móðirin er alls ekki hrædd við bensíngjöfina og hefur mikið gaman af. Bíllinn er beinskiptur og því ekki við allra hæfi, en hún virðist mjög lunkin við skiptingar. Auk þess setur hún Evo bílinn á 225 km hraða (140 mílur) á örskotsstundu á þjóðvegi. Það besta er hvað henni finnst þetta agalega gaman, en það sést best í myndskeiðinu. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent
Ekur Mitsubishi Evo og smellir honum í 225 km hraða á örskotsstundu. Miklu algengara er að synir hræði mæður sínar sitjandi í farþegasætinu en að mæðurnar setjist í ökumannssætið og hræði líftóruna úr sonum sínum. Eftir því sem bílarnir eru öflugri er það líklega auðveldara. Þessi móðir er á 900 hestafla Mitsubishi Evo, sem er reyndar í eigu sonarins, en það er hún sem er undir stýri í þetta skiptið. Móðirin er alls ekki hrædd við bensíngjöfina og hefur mikið gaman af. Bíllinn er beinskiptur og því ekki við allra hæfi, en hún virðist mjög lunkin við skiptingar. Auk þess setur hún Evo bílinn á 225 km hraða (140 mílur) á örskotsstundu á þjóðvegi. Það besta er hvað henni finnst þetta agalega gaman, en það sést best í myndskeiðinu.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent