Ford sækir á í tvinnbílasölu Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2013 17:00 Ford C-Max Hybrid Með 18% Hybrid markaðarins í BNA en var 3% í fyrra. Í Bandaríkjunum tengja flestir orðið Hybrid, eða tvinnbíll við Toyota. Það mun þó kannski breytast á næstunni því Ford sækir nú ógnarhratt fram með Ford Mondeo Hybrid og Ford C-Max Hybrid og seldust þeir gríðarvel í nýliðnum apríl. Ford Mondeo Hybrid seldist í 3.989 eintökum og örlítið minna af Ford C-Max. Á meðan seldust 3.257 Toyota Camry Hybrid en Toyota Prius heldur þó enn fyrsta sætinu. Sala Toyota Camry Hybrid minnkaði milli ára um 26% og Toyota Prius um 21%. Ford er nú með 18% Hybrid markaðarins í Bandaríkjunum en var aðeins með 3% í fyrra, svo sókn þeirra er sannarlega hröð. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent
Með 18% Hybrid markaðarins í BNA en var 3% í fyrra. Í Bandaríkjunum tengja flestir orðið Hybrid, eða tvinnbíll við Toyota. Það mun þó kannski breytast á næstunni því Ford sækir nú ógnarhratt fram með Ford Mondeo Hybrid og Ford C-Max Hybrid og seldust þeir gríðarvel í nýliðnum apríl. Ford Mondeo Hybrid seldist í 3.989 eintökum og örlítið minna af Ford C-Max. Á meðan seldust 3.257 Toyota Camry Hybrid en Toyota Prius heldur þó enn fyrsta sætinu. Sala Toyota Camry Hybrid minnkaði milli ára um 26% og Toyota Prius um 21%. Ford er nú með 18% Hybrid markaðarins í Bandaríkjunum en var aðeins með 3% í fyrra, svo sókn þeirra er sannarlega hröð.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent