Jay Leno fær sér Volgu 4. maí 2013 10:45 Bíllinn var áður í eigu KGB til afnota fyrir starfsfólk leyniþjónustunnar. Hann er stór bílskúrinn hjá þáttastjórnandanum hökunetta, Jay Leno. Þrátt fyrir allan sinn auð eru í honum ekki bara rándýrir sportbílar og lúxuskerrur og það gerir einmitt bílasafn Jay Leno svo athyglivert. Nýjast bíllinn í safni hans er þessi 1966 árgerð af Volgu frá GAZ fyrirtækinu rússneska. Margir Íslendingar sem komnir eru aðeins til ára sinna þekkja þennan grip. Bíllinn var í eigu KGB, til afnota fyrir starsfólk leyniþjónustunnar, en er nú kominn í sólina í Kaliforníu. Hann er með 2,5 lítra og 95 hestafla vél, sem er ekki svo lítið fyrir þess tíma bíl. Hann er í ótrúlegu góðu ásigkomulagi, enda segir Jay Leno í meðfylgjandi myndskeiði að bíllinn sé svo til ryðfrír og sé byggður eins og skriðdreki. Leno segir einnig frá því að lítill munaður, þ.e. búnaður til þæginda sé að finna í bílnum, ekki frekar en í skriðdrekum. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Bíllinn var áður í eigu KGB til afnota fyrir starfsfólk leyniþjónustunnar. Hann er stór bílskúrinn hjá þáttastjórnandanum hökunetta, Jay Leno. Þrátt fyrir allan sinn auð eru í honum ekki bara rándýrir sportbílar og lúxuskerrur og það gerir einmitt bílasafn Jay Leno svo athyglivert. Nýjast bíllinn í safni hans er þessi 1966 árgerð af Volgu frá GAZ fyrirtækinu rússneska. Margir Íslendingar sem komnir eru aðeins til ára sinna þekkja þennan grip. Bíllinn var í eigu KGB, til afnota fyrir starsfólk leyniþjónustunnar, en er nú kominn í sólina í Kaliforníu. Hann er með 2,5 lítra og 95 hestafla vél, sem er ekki svo lítið fyrir þess tíma bíl. Hann er í ótrúlegu góðu ásigkomulagi, enda segir Jay Leno í meðfylgjandi myndskeiði að bíllinn sé svo til ryðfrír og sé byggður eins og skriðdreki. Leno segir einnig frá því að lítill munaður, þ.e. búnaður til þæginda sé að finna í bílnum, ekki frekar en í skriðdrekum.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent