Fáir í opnun í frosti á Þingvöllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. maí 2013 14:21 Höfuðhylur í Elliðaánum og svæðið þar fyrir neðan leit vel út í hádeginu í dag en engir veiðimenn voru sjáanlegir. Mynd / Garðar Ekkert sást til veiðimanna í landi þjóðgarðsins þegar heimildarmaður Veiðivísis var við Þingvallavatn í hádeginu í dag. Við Elliðaár var ekki nokkur maður heldur á sama tíma. Veiðitímabilið hófst á þessum stöðum í morgun. Eflaust hefur hitastigið sett strik í reikninginn hjá mörgum. Í Reykjavík var 3 stiga frost klukkan sjö í morgun. Frostið var 4 stig á sama tíma á Þingvöllum. Þar hefur hitinn rétt náð upp í frostmark í dag. Í Reykjavík fór hitinn þó í eina gráðu klukkan tvö. Útlitið er ekki bjart hvað Þingvallavatn snertir næstu daga þar sem jafnvel er slydda í kortunum. Í Reykjavík er hins vegar von til að hitinn nái 5 gráðum eftir morgundaginn. Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði
Ekkert sást til veiðimanna í landi þjóðgarðsins þegar heimildarmaður Veiðivísis var við Þingvallavatn í hádeginu í dag. Við Elliðaár var ekki nokkur maður heldur á sama tíma. Veiðitímabilið hófst á þessum stöðum í morgun. Eflaust hefur hitastigið sett strik í reikninginn hjá mörgum. Í Reykjavík var 3 stiga frost klukkan sjö í morgun. Frostið var 4 stig á sama tíma á Þingvöllum. Þar hefur hitinn rétt náð upp í frostmark í dag. Í Reykjavík fór hitinn þó í eina gráðu klukkan tvö. Útlitið er ekki bjart hvað Þingvallavatn snertir næstu daga þar sem jafnvel er slydda í kortunum. Í Reykjavík er hins vegar von til að hitinn nái 5 gráðum eftir morgundaginn.
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði