Vilja lækka leyfilegt áfengismagn í blóði í BNA Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2013 00:01 Skildi hann vera drukkinn þessi? Í Bandaríkjunum kveða lög á um að leyfilegt sé að hafa allt að 0.08 prómill af áfengi í blóði. Nú er lagt til að það verði lækkað í 0,05 prómill. Bent er á að í yfir 100 löndum í 6 heimsálfum er leyfilegt magn 0,05 prómill. Á hverjum klukkutíma í Bandríkjunum deyr einhver af völdum drukkinna ökumanna og fjöldi slasaðra er um 20 talsins á hverjum klukkutíma. Það eru stofnunin „National Transportation Safety Board“ sem fer fram á þessa breytingu og telur að með henni megi fækka dauðaslysum um 1.000 á ári. Ennfremur leggur stofnunin til að lögregla sem víðast verði útbúin næmum áfengismælum sem nema alkohól í lofti í og við bíla, svo þeir séu betur til þess búnir að stöðva för þeirra sem smakkað hafa áfengi áður en þeir valda skaða. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent
Í Bandaríkjunum kveða lög á um að leyfilegt sé að hafa allt að 0.08 prómill af áfengi í blóði. Nú er lagt til að það verði lækkað í 0,05 prómill. Bent er á að í yfir 100 löndum í 6 heimsálfum er leyfilegt magn 0,05 prómill. Á hverjum klukkutíma í Bandríkjunum deyr einhver af völdum drukkinna ökumanna og fjöldi slasaðra er um 20 talsins á hverjum klukkutíma. Það eru stofnunin „National Transportation Safety Board“ sem fer fram á þessa breytingu og telur að með henni megi fækka dauðaslysum um 1.000 á ári. Ennfremur leggur stofnunin til að lögregla sem víðast verði útbúin næmum áfengismælum sem nema alkohól í lofti í og við bíla, svo þeir séu betur til þess búnir að stöðva för þeirra sem smakkað hafa áfengi áður en þeir valda skaða.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent