100.000 Porsche Panamera Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2013 10:45 Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche náði því takmarki fyrir stuttu að framleiða bíl númer 100.000 af gerðinni Panamera. Sá bíll er fjöggurra dyra og fjögurra sæta bíll sem sala hófst á árið 2009. Panamera bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi. Sá hundrað þúsundasti var af S E-Hybrid gerð, en sá bíll var fyrst kynntur í síðasta mánuði. Panamera S E-Hybrid er með 3,0 lítra V6 bensínvél með keflablásara en að auki knýja rafhlöður bílinn sem hlaðnar eru með heimilisrafmagni. Samtals skilar þessi drifrás 416 hestöflum. Þrátt fyrir allt aflið eyðir þessi byltingarkenndi bíll aðeins 3,1 lítra af bensíni á hverja hundrað kílómetra. Hann er 5,5 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og hámarkshraðinn er 270 km/klst. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent
Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche náði því takmarki fyrir stuttu að framleiða bíl númer 100.000 af gerðinni Panamera. Sá bíll er fjöggurra dyra og fjögurra sæta bíll sem sala hófst á árið 2009. Panamera bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi. Sá hundrað þúsundasti var af S E-Hybrid gerð, en sá bíll var fyrst kynntur í síðasta mánuði. Panamera S E-Hybrid er með 3,0 lítra V6 bensínvél með keflablásara en að auki knýja rafhlöður bílinn sem hlaðnar eru með heimilisrafmagni. Samtals skilar þessi drifrás 416 hestöflum. Þrátt fyrir allt aflið eyðir þessi byltingarkenndi bíll aðeins 3,1 lítra af bensíni á hverja hundrað kílómetra. Hann er 5,5 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og hámarkshraðinn er 270 km/klst.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent