Dýrasti japanski bíllinn Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2013 11:15 Aldrei hefur japanskur bíll selst á hærra verði Þessi fallegi Toyota 2000GT bíll af árgerð 1967 var nýlega boðinn upp hjá RM Auctions í Bandaríkjunum og fyrir hann fengust 1,16 milljón dollarar, eða 138 milljónir króna. Það gerir þennan bíl af dýrasta bíl sem framleiddur hefur verið í Japan og reyndar í leiðinni í Asíu allri. Það hefur eflaust ýtt upp verðinu að bíllinn er sjaldgæfur en aðeins voru framleidd 351 eintak og aðeins 62 þeirra með stýrið vinstra megin eins og í þessum bíl. Eigandi bílsins var bílasafnarinn Don Davies sem býr í Texas. Toyota 2000GT hefur verið skilgreindur sem fyrsti japanski ofurbíllinn og hefur ávallt verið talinn frábær bíll, enda talsvert í hann lagt. Hann er með 150 hestafla vél úr sex strokka 2,0 lítra sprengirými, sem þótti mikið afl á þeim tíma. Bíllinn er með 5 gíra beinskiptingu og hámarkshraði hans er 217 km/klst. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent
Þessi fallegi Toyota 2000GT bíll af árgerð 1967 var nýlega boðinn upp hjá RM Auctions í Bandaríkjunum og fyrir hann fengust 1,16 milljón dollarar, eða 138 milljónir króna. Það gerir þennan bíl af dýrasta bíl sem framleiddur hefur verið í Japan og reyndar í leiðinni í Asíu allri. Það hefur eflaust ýtt upp verðinu að bíllinn er sjaldgæfur en aðeins voru framleidd 351 eintak og aðeins 62 þeirra með stýrið vinstra megin eins og í þessum bíl. Eigandi bílsins var bílasafnarinn Don Davies sem býr í Texas. Toyota 2000GT hefur verið skilgreindur sem fyrsti japanski ofurbíllinn og hefur ávallt verið talinn frábær bíll, enda talsvert í hann lagt. Hann er með 150 hestafla vél úr sex strokka 2,0 lítra sprengirými, sem þótti mikið afl á þeim tíma. Bíllinn er með 5 gíra beinskiptingu og hámarkshraði hans er 217 km/klst.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent