Dýrasti japanski bíllinn Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2013 11:15 Aldrei hefur japanskur bíll selst á hærra verði Þessi fallegi Toyota 2000GT bíll af árgerð 1967 var nýlega boðinn upp hjá RM Auctions í Bandaríkjunum og fyrir hann fengust 1,16 milljón dollarar, eða 138 milljónir króna. Það gerir þennan bíl af dýrasta bíl sem framleiddur hefur verið í Japan og reyndar í leiðinni í Asíu allri. Það hefur eflaust ýtt upp verðinu að bíllinn er sjaldgæfur en aðeins voru framleidd 351 eintak og aðeins 62 þeirra með stýrið vinstra megin eins og í þessum bíl. Eigandi bílsins var bílasafnarinn Don Davies sem býr í Texas. Toyota 2000GT hefur verið skilgreindur sem fyrsti japanski ofurbíllinn og hefur ávallt verið talinn frábær bíll, enda talsvert í hann lagt. Hann er með 150 hestafla vél úr sex strokka 2,0 lítra sprengirými, sem þótti mikið afl á þeim tíma. Bíllinn er með 5 gíra beinskiptingu og hámarkshraði hans er 217 km/klst. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent
Þessi fallegi Toyota 2000GT bíll af árgerð 1967 var nýlega boðinn upp hjá RM Auctions í Bandaríkjunum og fyrir hann fengust 1,16 milljón dollarar, eða 138 milljónir króna. Það gerir þennan bíl af dýrasta bíl sem framleiddur hefur verið í Japan og reyndar í leiðinni í Asíu allri. Það hefur eflaust ýtt upp verðinu að bíllinn er sjaldgæfur en aðeins voru framleidd 351 eintak og aðeins 62 þeirra með stýrið vinstra megin eins og í þessum bíl. Eigandi bílsins var bílasafnarinn Don Davies sem býr í Texas. Toyota 2000GT hefur verið skilgreindur sem fyrsti japanski ofurbíllinn og hefur ávallt verið talinn frábær bíll, enda talsvert í hann lagt. Hann er með 150 hestafla vél úr sex strokka 2,0 lítra sprengirými, sem þótti mikið afl á þeim tíma. Bíllinn er með 5 gíra beinskiptingu og hámarkshraði hans er 217 km/klst.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent