Ferrari John Lennon til sölu 10. maí 2013 13:06 Fagurblár Ferrari Lennons Fyrsti bíllinn sem bítillinn John Lennon eignaðist, Ferrari 330GT 2+2 Coupe, verður boðinn upp hjá uppboðshúsi Bonhams þann 12. júlí. John Lennon tók ekki bílpróf fyrr en hann var orðinn 25 ára gamall og ekki dugði poppgoðinu minna en Ferrari sem fyrsti bíll. Fyrir bílinn greiddi Lennon 6.500 pund, sem í dag leggst á 1,17 milljón króna. Það verður ekki verðið sem fæst fyrir bílinn góða á uppboðinu í þarnæsta mánuði því búist er við að fyrir hann fáist 33-37 milljónir króna. Ef þau 6.500 pund sem Lennon greiddi á sínum tíma eru framreiknuð til dagsins í dag, þá hefur hann greitt um 110.000 pund fyrir bílinn, eða um 20 milljónir króna. Það er því ekki svo mikið hærri upphæð sem fæst fyrir bílinn nú. Aðeins voru framleiddir 500 bílar af þeirri gerð sem Ferrari Lennons átti og eykur það söfnunargildi hans. Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent
Fyrsti bíllinn sem bítillinn John Lennon eignaðist, Ferrari 330GT 2+2 Coupe, verður boðinn upp hjá uppboðshúsi Bonhams þann 12. júlí. John Lennon tók ekki bílpróf fyrr en hann var orðinn 25 ára gamall og ekki dugði poppgoðinu minna en Ferrari sem fyrsti bíll. Fyrir bílinn greiddi Lennon 6.500 pund, sem í dag leggst á 1,17 milljón króna. Það verður ekki verðið sem fæst fyrir bílinn góða á uppboðinu í þarnæsta mánuði því búist er við að fyrir hann fáist 33-37 milljónir króna. Ef þau 6.500 pund sem Lennon greiddi á sínum tíma eru framreiknuð til dagsins í dag, þá hefur hann greitt um 110.000 pund fyrir bílinn, eða um 20 milljónir króna. Það er því ekki svo mikið hærri upphæð sem fæst fyrir bílinn nú. Aðeins voru framleiddir 500 bílar af þeirri gerð sem Ferrari Lennons átti og eykur það söfnunargildi hans.
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent