Klaus Frimor kennir fluguköst 26. maí 2013 23:02 Hér sést Klaus Frimor sýna réttu handtökin í flugukasti. Danski atvinnuveiðimaðurinn Klaus Frimor verður með kastnámskeið þar sem hann kennir grunnatriði og leiðréttir villur hjá lengra komnum. Þetta verður fjórða árið sem Klaus verður með námskeið hérlendis í samvinnu við verslunina Veiðiflugur. „Klaus fer yfir grunnatriði í fluguköstum og leiðréttir villur hjá lengra komnum. Námskeiðin eru tvískipt annarsvegar einhendu námskeið og hins vegar tvíhendu námskeið," segir í tilkynningu. „Á einhendu námskeiðunum er farið yfir grunn köstin, yfirhandarköst og velti köst. Á tvíhendu námskeiðinu eru grunnköstin tekin en farið betur í veltiköstin eða Skandinavíska kastið." Kennslan fer fram á Rauðavatni frá klukkan 18 til 22 og kostar námskeiðið 12 þúsund krónur. Innifalið í verðinu er DVD-diskur með köstunum sem Klaus Frimor er að kenna og auðveldar það fólki að rifja upp helstu atriðin í kennslunni. Klaus mun verða hér á landi við kennslu í fjórtán daga og hefst fyrsta námskeiðið á miðvikudaginn. Hægt er að skrá sig í verslun Veiðiflugna eða á netinu, hér.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Rétt um 30 löxum landað í Svalbarðsá í morgun Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði SVFR áfram með Norðurá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Góð veiði í Húseyjakvísl Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði
Danski atvinnuveiðimaðurinn Klaus Frimor verður með kastnámskeið þar sem hann kennir grunnatriði og leiðréttir villur hjá lengra komnum. Þetta verður fjórða árið sem Klaus verður með námskeið hérlendis í samvinnu við verslunina Veiðiflugur. „Klaus fer yfir grunnatriði í fluguköstum og leiðréttir villur hjá lengra komnum. Námskeiðin eru tvískipt annarsvegar einhendu námskeið og hins vegar tvíhendu námskeið," segir í tilkynningu. „Á einhendu námskeiðunum er farið yfir grunn köstin, yfirhandarköst og velti köst. Á tvíhendu námskeiðinu eru grunnköstin tekin en farið betur í veltiköstin eða Skandinavíska kastið." Kennslan fer fram á Rauðavatni frá klukkan 18 til 22 og kostar námskeiðið 12 þúsund krónur. Innifalið í verðinu er DVD-diskur með köstunum sem Klaus Frimor er að kenna og auðveldar það fólki að rifja upp helstu atriðin í kennslunni. Klaus mun verða hér á landi við kennslu í fjórtán daga og hefst fyrsta námskeiðið á miðvikudaginn. Hægt er að skrá sig í verslun Veiðiflugna eða á netinu, hér.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Rétt um 30 löxum landað í Svalbarðsá í morgun Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði SVFR áfram með Norðurá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Góð veiði í Húseyjakvísl Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði