Smálaxakenningin er ágætis óskhyggja Trausti Hafliðason skrifar 23. maí 2013 10:00 Smálaxagöngur brugðust hérlendis í fyrra en þessi smálax veiddist á Gilsbreiðunni í Langá og vó tæp fjögur pund. Mynd / Trausti Hafliðason Smálaxakenning Dr. David Summers, yfirmanns veiðimála í Tay í Skotlandi, er ágætis óskhyggja en það á eftir að koma í ljós hvort hún stenst segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun. Á Veiðivísi í gær var fjallað um aukna aprílveiði í ánni Tay. Þar kom fram að veiðin hefur nánast þrefaldast frá árinu á undan en líkt og á Íslandi brugðust göngur eins árs laxa í Tay í fyrra. Dr. Summers telur að orsakasamband sé á milli lélegra smálaxaganga og góðrar vorveiði. Dr. Summers leiðir líkum að því að vegna slæmra aðstæðna í sjónum við Bretlandseyjar fari eins árs laxinn nú lengra norður í leit að æti. Þetta gæti þýtt að „smálaxinn" þurfi að dvelja í sjónum í tvö ár áður en hann snúi til baka.Yfirleitt langtímasveiflur Í framhaldi af þessu hafði Veiðivísir samband við Guðna og óskaði eftir hans áliti á þessari kenningu, ef svo má nefna. „Þessar upplýsingar eru reyndar ekki mikið til að byggja á hvað varðar beina líffræðilega þætti," segir Guðni. „Það eru þekktar breytingar á sjávaraldri laxa en yfirleitt er um að ræða langtímasveiflur en ekki miklar eða snöggar breytingar á milli ára. Hér á landi höfum við ekki séð miklar göngur laxa eftir tvö ár í sjó í kjölfar lítillar göngu laxa með eins árs sjávardvöl árið á undan. Hinsvegar eru tengsl á milli stærðar laxa og fjölda og svo á milli fjölda laxa eftir eitt ár í sjó og laxa með tveggja ára sjávardvöl."Það má alltaf halda í vonina Guðni segir að samkvæmt þeim tölum sem hann hafi séð hafi orðið samdráttur í laxveiði í Skotlandi, eins og víðast annarsstaðar við Norður-Atlantshaf, í fyrra. „Þar sem dánartala í sjó skiptir miklu varðandi göngur og veiði geta auknar heimtur nú gefið vísbendingar um betri skilyrði á beitarsvæðum í sjó en það er of snemmt að segja hvort þessi veiði í Tay gefi vísbendingar fyrir Ísland. En það má alltaf halda í vonina."trausti@frettabladid.is Stangveiði Tengdar fréttir Áhugaverð kenning um smálaxagöngur Veiðin í ánni Tay í Skotlandi, sem er ein af bestu laxveiðiám Bretlandseyja, tók stökk í apríl samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram á breska vefnum The Telegraph. 22. maí 2013 10:00 Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Smálaxakenning Dr. David Summers, yfirmanns veiðimála í Tay í Skotlandi, er ágætis óskhyggja en það á eftir að koma í ljós hvort hún stenst segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun. Á Veiðivísi í gær var fjallað um aukna aprílveiði í ánni Tay. Þar kom fram að veiðin hefur nánast þrefaldast frá árinu á undan en líkt og á Íslandi brugðust göngur eins árs laxa í Tay í fyrra. Dr. Summers telur að orsakasamband sé á milli lélegra smálaxaganga og góðrar vorveiði. Dr. Summers leiðir líkum að því að vegna slæmra aðstæðna í sjónum við Bretlandseyjar fari eins árs laxinn nú lengra norður í leit að æti. Þetta gæti þýtt að „smálaxinn" þurfi að dvelja í sjónum í tvö ár áður en hann snúi til baka.Yfirleitt langtímasveiflur Í framhaldi af þessu hafði Veiðivísir samband við Guðna og óskaði eftir hans áliti á þessari kenningu, ef svo má nefna. „Þessar upplýsingar eru reyndar ekki mikið til að byggja á hvað varðar beina líffræðilega þætti," segir Guðni. „Það eru þekktar breytingar á sjávaraldri laxa en yfirleitt er um að ræða langtímasveiflur en ekki miklar eða snöggar breytingar á milli ára. Hér á landi höfum við ekki séð miklar göngur laxa eftir tvö ár í sjó í kjölfar lítillar göngu laxa með eins árs sjávardvöl árið á undan. Hinsvegar eru tengsl á milli stærðar laxa og fjölda og svo á milli fjölda laxa eftir eitt ár í sjó og laxa með tveggja ára sjávardvöl."Það má alltaf halda í vonina Guðni segir að samkvæmt þeim tölum sem hann hafi séð hafi orðið samdráttur í laxveiði í Skotlandi, eins og víðast annarsstaðar við Norður-Atlantshaf, í fyrra. „Þar sem dánartala í sjó skiptir miklu varðandi göngur og veiði geta auknar heimtur nú gefið vísbendingar um betri skilyrði á beitarsvæðum í sjó en það er of snemmt að segja hvort þessi veiði í Tay gefi vísbendingar fyrir Ísland. En það má alltaf halda í vonina."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Tengdar fréttir Áhugaverð kenning um smálaxagöngur Veiðin í ánni Tay í Skotlandi, sem er ein af bestu laxveiðiám Bretlandseyja, tók stökk í apríl samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram á breska vefnum The Telegraph. 22. maí 2013 10:00 Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Áhugaverð kenning um smálaxagöngur Veiðin í ánni Tay í Skotlandi, sem er ein af bestu laxveiðiám Bretlandseyja, tók stökk í apríl samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram á breska vefnum The Telegraph. 22. maí 2013 10:00