Við enda þessa áratugar er búist við því að Indland verði þriðji stærsti bílamarkaður heims. Það er því eins gott fyrir bílaframleiðendur að koma sér vel fyrir á þeim markaði. Það er einmitt það sem Audi er að gera og með tilkomu jepplingsins Q3, sem selst vel í Indlandi hefur Audi tekið framúr BMW í sölu bíla þar.
Í fyrra óx sala Audi í Indlandi um 43% og sló þá við bæði BMW og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin upplifðu minnkandi sölu á því ári, um 9,5% og 5,4%. Þó að fjöldi seldra bíla hjá þessum þremur þýsku fyrirtækjum sé ekki mikill í Indlandi með tilliti til heildarsölu þeirra, er það samt mikilvægt fyrir framtíðina. Markaðurinn fyrir lúxusbíla mun vaxa hratt í Indlandi og líklega fjór- eða fimmfaldast við enda áratugarins.
Audi framúr BMW í Indlandi
