Dýr bílfarmur fuðrar upp Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2013 08:45 Afar óheppilegt er að það kvikni í flutningabílum sem flytja marga bíla í senn og þeir eyðileggjast, en farmurinn er misdýr. Í þessu tilviki í Bangkok í Tælandi var farmurinn rándýr, því að á palli flutningabílsins voru Ferrari 430 Scuderia, Lamborghini Murcielago LP640, tveir Bentley Flying Spur og BMW X6M. Allir eru þeir ónýtir eftir brunann en sameiginlegt andvirði þeirra er 322 milljónir króna. Ekki kemur fram hvað olli brunanum. Bremsur flutningabílsins urðu einnig fyrir barðinu á eldinum og vagninn sem flytur bílana varð viðskila við bílinn sem dró hann og rann vagninn útá hraðbraut og stíflaði hana í dágóðan tíma. Heppnin elti því ekki beint með ökumanni flutningabílsins þennan daginn. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Afar óheppilegt er að það kvikni í flutningabílum sem flytja marga bíla í senn og þeir eyðileggjast, en farmurinn er misdýr. Í þessu tilviki í Bangkok í Tælandi var farmurinn rándýr, því að á palli flutningabílsins voru Ferrari 430 Scuderia, Lamborghini Murcielago LP640, tveir Bentley Flying Spur og BMW X6M. Allir eru þeir ónýtir eftir brunann en sameiginlegt andvirði þeirra er 322 milljónir króna. Ekki kemur fram hvað olli brunanum. Bremsur flutningabílsins urðu einnig fyrir barðinu á eldinum og vagninn sem flytur bílana varð viðskila við bílinn sem dró hann og rann vagninn útá hraðbraut og stíflaði hana í dágóðan tíma. Heppnin elti því ekki beint með ökumanni flutningabílsins þennan daginn.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent