Bangsi lendir í árekstri en labbar burt Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2013 11:45 Skógarbirnir eru stórar og sterkar skepnur og virðast þola flest. Í þessu myndskeiði sést þar sem bangsi einn er svo ólánsamur að hlaupa í veg fyrir bíl í Rússlandi. Heilmikill árekstur hlýst af og björninn rúllar margar veltur eftir hann og endar utan vegar. Hann hristir þetta smáræði þó af sér og gengur af stað inn í skóg í mestu makindum. Líklegt er að dauði hefði hlotist af ef manneskja hefði orðið fyrir bílnum. Þær ná sannarlega mörgum athygliverðum myndunum myndavélarnar sem Rússar hafa tamið sér að hafa ofaná mælaborði bíla sinna. Sjón er sögu ríkari, en myndskeiðið er aðeins 17 sekúndur. Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent
Skógarbirnir eru stórar og sterkar skepnur og virðast þola flest. Í þessu myndskeiði sést þar sem bangsi einn er svo ólánsamur að hlaupa í veg fyrir bíl í Rússlandi. Heilmikill árekstur hlýst af og björninn rúllar margar veltur eftir hann og endar utan vegar. Hann hristir þetta smáræði þó af sér og gengur af stað inn í skóg í mestu makindum. Líklegt er að dauði hefði hlotist af ef manneskja hefði orðið fyrir bílnum. Þær ná sannarlega mörgum athygliverðum myndunum myndavélarnar sem Rússar hafa tamið sér að hafa ofaná mælaborði bíla sinna. Sjón er sögu ríkari, en myndskeiðið er aðeins 17 sekúndur.
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent