Hélt að hlutverkið væri endalok sín Sara McMahon skrifar 30. maí 2013 09:50 Leikarinn Rob Lowe fer með hlutverk lýtalæknisins Dr. Jack Startz í kvikmyndinni Behind the Candelabra. Myndin skartar Michael Douglas og Matt Damon í aðalhlutverkum og segir frá sambandi söngvarans Liberace og Scott Thorson. Leikstjóri myndarinnar er Steven Soderbergh, en sá hefur leikstýrt myndum á borð við Erin Brockovich, Traffic og nú síðast spennumyndinni Side Effects. Lowe kveðst stundum hafa efast um þá ákvörðun að taka að sér hlutverkið, en útliti hans var breytt töluvert fyrir hlutverkið. „Suma daga hugsaði ég með mér: „Þetta eru endalok ferils míns.“ Þegar ég gekk svo inn á tökustað og sá Michael íklæddan kaftan og Matt klæddan í flauelsstuttbuxur og með hárkollu, hugsaði ég: „Þetta eru endalok okkar allra.“,“ sagði Lowe í nýlegu viðtali. Behind the Candelabra var frumsýnd í Bandaríkjunum þann 26. maí og hefur fengið lofsamlega dóma og var enginn dauðadómur fyrir leikarana sem tóku aðalhlutverkin að sér. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikarinn Rob Lowe fer með hlutverk lýtalæknisins Dr. Jack Startz í kvikmyndinni Behind the Candelabra. Myndin skartar Michael Douglas og Matt Damon í aðalhlutverkum og segir frá sambandi söngvarans Liberace og Scott Thorson. Leikstjóri myndarinnar er Steven Soderbergh, en sá hefur leikstýrt myndum á borð við Erin Brockovich, Traffic og nú síðast spennumyndinni Side Effects. Lowe kveðst stundum hafa efast um þá ákvörðun að taka að sér hlutverkið, en útliti hans var breytt töluvert fyrir hlutverkið. „Suma daga hugsaði ég með mér: „Þetta eru endalok ferils míns.“ Þegar ég gekk svo inn á tökustað og sá Michael íklæddan kaftan og Matt klæddan í flauelsstuttbuxur og með hárkollu, hugsaði ég: „Þetta eru endalok okkar allra.“,“ sagði Lowe í nýlegu viðtali. Behind the Candelabra var frumsýnd í Bandaríkjunum þann 26. maí og hefur fengið lofsamlega dóma og var enginn dauðadómur fyrir leikarana sem tóku aðalhlutverkin að sér.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein