Vill fleiri kvenhetjur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. júní 2013 18:50 Scarlett Johansson var hörð í horn að taka í The Avengers. Joss Whedon, leikstjóri The Avengers, segir þörf á fleiri kvenhetjum í kvikmyndum. Hann segist vera orðinn pirraður á skorti á sterkum fyrirmyndum fyrir stúlkur og vonast til þess að vinsældir seríunnar um Hungurleikana marki upphaf breytinga. „Leikfangaframleiðendur segja kvenhetjur ósöluvænar og kvikmyndagerðarfólk notar þessar tvær hræðilegu myndir um kvenkyns ofurhetjur sem hafa verið gerðar sem afsökun fyrir því að gera ekki fleiri,“ segir Whedon í samtali við The Daily Beast. Hann segir þetta heimskulegt hugarfar, og nefnir að dóttir sín hafi haldið mest upp á kvenhetjurnar tvær í Avengers-myndinni. „Auðvitað gerði hún það,“ segir leikstjórinn, en hann vinnur nú að framhaldsmynd sem frumsýnd verður árið 2015. Það eru fjórir karlar sem eru mest áberandi í Avengers-genginu, þeir Captain America, Iron Man, Thor og Hulk. Leikkonan Scarlett Johansson gaf fjórmenningunum þó lítið eftir í hlutverki sínu sem Black Widow í fyrri myndinni, og er eðlilegt að spyrja sig hvort orð leikstjórans bendi til þess að persónan fái meira vægi í framhaldinu. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Joss Whedon, leikstjóri The Avengers, segir þörf á fleiri kvenhetjum í kvikmyndum. Hann segist vera orðinn pirraður á skorti á sterkum fyrirmyndum fyrir stúlkur og vonast til þess að vinsældir seríunnar um Hungurleikana marki upphaf breytinga. „Leikfangaframleiðendur segja kvenhetjur ósöluvænar og kvikmyndagerðarfólk notar þessar tvær hræðilegu myndir um kvenkyns ofurhetjur sem hafa verið gerðar sem afsökun fyrir því að gera ekki fleiri,“ segir Whedon í samtali við The Daily Beast. Hann segir þetta heimskulegt hugarfar, og nefnir að dóttir sín hafi haldið mest upp á kvenhetjurnar tvær í Avengers-myndinni. „Auðvitað gerði hún það,“ segir leikstjórinn, en hann vinnur nú að framhaldsmynd sem frumsýnd verður árið 2015. Það eru fjórir karlar sem eru mest áberandi í Avengers-genginu, þeir Captain America, Iron Man, Thor og Hulk. Leikkonan Scarlett Johansson gaf fjórmenningunum þó lítið eftir í hlutverki sínu sem Black Widow í fyrri myndinni, og er eðlilegt að spyrja sig hvort orð leikstjórans bendi til þess að persónan fái meira vægi í framhaldinu.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein